30.01.1930
Neðri deild: 9. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2335 í B-deild Alþingistíðinda. (3133)

32. mál, vegalög

Halldór Stefánsson:

Ég kvaddi mér hljóðs vegna þess, að 1. flm.brtt. á þskj. 44 var ekki viðstaddur í þd. — Afgreiðsla hv. samgmn. á þessum vegamálatill. hefir nú verið átalin af ýmsum hv. þdm. Ég vil taka í sama streng um það, að vinnubrögð nefndarinnar í þessum málum séu mjög óhyggileg. Það er fráleit aðferð að láta réttlát mál þvælast óafgreidd þing eftir þing. Viðvíkjandi þeirri stefnu hv. form. n., að taka til greina árlega aðeins eina eða tvær af þeim kröfum, sem fram eru bornar í þessum efnum, er það að segja, að þá eyðist allt of mikið af tíma þingsins í þref og endurteknar umræður um sömu málin.

Ég ætla ekki að gera grein fyrir till. minni við þessa umr., enda var henni lýst á síðasta þingi og þeim ástæðum, sem þar liggja til grundvallar, enda er hún ekki á dagskránni. En með þessum orðum vildi ég aðeins vekja athygli á henni.