17.04.1930
Neðri deild: 85. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 238 í D-deild Alþingistíðinda. (3561)

440. mál, styrkur samkvæmt jarðræktarlögunum

Flm. (Magnús Guðmundsson):

Ég skal ekki fara mörgum orðum um þessa till. Hún felur í sér að skora á hæstv. stj. að nema úr gildi þær breyt., sem gerðar voru á jarðræktarstyrknum síðastl. ár og hafa valdið lækkun á honum, en taka aftur upp þær reglur, sem áður hafa gilt. Ástæðan til þess, að till. er borin fram, er sú, að ég hefi fengið margar áskoranir um það. Eru margir bændur óánægðir með þá lækkun, sem af því stafar, að meira er lagt í dagsverk en áður. Þykir mörgum þetta koma mjög illa niður nú, þar sem vitanlegt er, að kaup hækkaði talsvert síðastl. ár, og jarðabætur því dýrari en áður. Vil ég svo gjarnan heyra undirtektir hæstv. stj.