26.02.1930
Neðri deild: 37. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2456 í B-deild Alþingistíðinda. (693)

Þingvíti

Halldór Stefánsson:

Ég beindi því áðan til hæstv. forseta, hvort ástæða væri til þess að fella þingviti á hendur þessum eina manni, þar sem þingvitum hefir ekki verið beitt svo freklega áður fyrir þessar sakir. Ég vil nú beina því til hæstv. forseta, hvort það sé á móti þingsköpum að bera þetta undir deildina. Annars mun ég ekki mæla menn undan þingvíti framvegis, ef þeir eiga það skilið og það verður gert að venju að fella þingvíti á menn, ef þeir að forfallalausu sækja ekki fundi.