05.03.1930
Neðri deild: 44. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2462 í B-deild Alþingistíðinda. (733)

Þingvíti

Gunnar Sigurðsson:

Ég endurtek það, að ég sé ekki, að ég hafi neitt meiri rétt til þingkaups seinni daginn, sem ég var fjarverandi, heldur en þann fyrri.

Ef það er meining þingskapanna að neyða menn með svona lágum fésektum til að sýna sig í þingsölunum, þá álít ég það úrelt þingsköp.