06.03.1931
Efri deild: 17. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 604 í C-deild Alþingistíðinda. (1045)

24. mál, kirkjugarðar

Halldór Steinsson:

Ég er þakklátur n. fyrir að hafa tekið til greina aðfinnslur mínar, og mun ég geta fylgt þessari brtt., þó mér finnist hún ekki ganga nógu langt. mér finnst eðlilegast, að sóknarnefndum sé gert að skyldu strax að annast viðgerðir, þegar slíkar skemmdir koma fram, án þess að gera fornmenjaverði eða prófasti viðvart. Öll slík töf á málinu er óþörf. En þessi brtt. er til bóta frá því, sem áður var í frv., og er ég henni því samþykkur.