13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1113 í C-deild Alþingistíðinda. (1533)

194. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Ólafur Thors:

Það er ákaflega erfitt að deila við hæstv. forsrh. með rökum. En hann hlýtur þó að skilja, að það er sitt hvað að greiða honum og hæstv. stj. mótatkv. eða að styrkja sjálfstæðisflokkinn. Það liggur heldur ekkert fyrir um það, hvort jafnaðarmenn ætli sér að veita okkur sjálfstæðismönnum stuðning eða ekki. (LH: Þeir hafa aldrei sagzt styrkja núv. stj. heldur). Verkin tala nú í þeim efnum. Ég verð að segja það að ég hefi ekki gert mér ljóst hvað taka muni við, ef hæstv. stj. verður felld. En ég greiði allt eins atkv. gegn henni fyrir það, því að ég get ekki hugsað mér, að nokkur stj. verri en þessi geti tekið við.