13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1114 í C-deild Alþingistíðinda. (1537)

194. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil segja hv. þm. það, að það, sem hér um ræðir, er það, að hann eigi enga föðurlandsvini vissa til að taka við stjórn. Hann hefir ekki leyfi til þess að bera fram vantraust á stj. og segja um leið, að hann hafi ekki hugmynd um, hvað við taki. Það er ábyrgðarleysi, sem enginn þm. má leyfa sér, og allra sízt maður í miðstjórn næststærsta þingflokksins.