06.03.1931
Neðri deild: 17. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 769 í C-deild Alþingistíðinda. (1698)

87. mál, flugmálasjóður Íslands

Flm. (Jón Auðunn Jónsson):

Það er sjálfsagt fyrir okkur Íslendinga að gera tilraunir með flug til síldarleitar og annars, sem að gagni má verða, og ég hefi á engan hátt dregið úr fjárbeiðnum í þessu skyni. En hitt er ósanngjarnt, að láta þessa atvinnugrein hafa allan kostnaðinn af að bera uppi þær tilraunir. Hún ber sannarlega sinn part, þó að skatturinn sé ekki nema 5 aurar á mál. Því að eins og ég sagði, hefir lítið gagn orðið að leitinni enn, — en ég tel, að gagn geti orðið að henni í góðum árum. (ÓTh: í vondum árum). Nei, ekki þegar þokur eru. — En mér finnst ófært að leggja á svo þungan skatt vegna ófengins gagns.