24.03.1931
Efri deild: 32. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1303 í C-deild Alþingistíðinda. (1791)

240. mál, hjúskapur, ættleiðing og lögræði

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil þakka hv. allshn. fyrir að bera fram þetta frv. og það frv., sem er hér 4. mál á dagskrá (innheimta meðlaga), en ég sé enga ástæðu til þess að ræða um efni þess hér í hv. deild. Samningurinn sjálfur er prentaður sem fylgiskjal með frv., og þar má sjá, að málið hefir fengið þann undirbúning, sem því bar.

Samkv. 17. gr. Stjskr. er rétt, að þetta mál sé lagt fyrir Alþingi.

Þarf ég svo ekki að fara um frv. fleiri orðum.