14.03.1931
Neðri deild: 24. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 853 í C-deild Alþingistíðinda. (1983)

121. mál, nýjar veiðiaðferðir og veiðarfæri

Sveinn Ólafsson:

Ég vil aðeins benda á, að þetta er í eðli sínu miklu frekar fjárhagsmál heldur en sjávarútvegsmál. Hér er lagt til, að ákveðinni fjárhæð verði varið til óákveðinna hluta, sem óvíst er hvernig gefast, eða hvernig kunna að verða framkvæmdir. Í frv. eru hvorki nefndar tegundir veiðarfæra né fiskjar, sem rannsókn þessari skuli beitt að. — Vil ég því gera þá till., að frv. verði vísað til fjhn.