04.03.1931
Neðri deild: 15. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 23 í B-deild Alþingistíðinda. (4)

7. mál, aukatekjur ríkissjóðs

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Það hefir gerzt, síðan þetta mál var hér fyrst til umr., að tekin hefir verið afstaða til tolllagafrv. og festur gengisviðaukinn á tekjustofnum þeim, sem þar ræðir um. Og þar sem í þessu frv. felst ekki annað en að lögfesta þeim mun hærri skatt á skipum, sem gengisviðaukanum nemur, þá er það hliðstætt við það, sem þegar er búið að ákveða, og vona ég, að þetta frv. fái að ganga áfram til 3. umr. og sé ekki ástæðu til að hafa um það fleiri orð.