27.03.1931
Neðri deild: 35. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 138 í B-deild Alþingistíðinda. (415)

Afgreiðsla þingmála

Sveinn Ólafsson:

Hv. 2. þm. Árn. vek að því, hvort þetta myndi leyft, sem hann fór fram á, sem sé, að málið gengi umræðulaust til 3. umr. Hann gat þess, að leita þyrfti til n. um samþykki. Það er rétt. En hér eru 3 aðilar, sem málið heyrir undir, frsm. tveggja nefndarhl. og svo form.

Lít ég svo á, að þetta heyri að minnstu leyti undir mitt verksvið sem form., en að meiru leyti undir frsm. nefndarhl. Og vil ég að lokum geta þess, út af ræðu hv. 2. þm. Árn., að ég álit bezt að taka málið út af dagskrá og geyma það, þangað til hann kemur aftur úr austurör.