23.02.1931
Neðri deild: 7. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 402 í C-deild Alþingistíðinda. (823)

19. mál, nýr vegur frá Lækjarbotnum austur í Ölfus

Gunnar Sigurðsson:

Úr því að minnzt er á álit Sverre Möllers vil ég geta þess, að ég var einn af þeim, sem stóðu að því, að þessi færi sérfræðingur gæfi álit um járnbrautarmálið. Eins og kunnugt er, var hann þá járnbraut mjög meðmæltur. Því eru mér alveg óskiljanleg þau skoðanaskipti, sem koma fram í plaggi því, sem útbýtt var hér í fyrra. mér er skapi næst, að taka undir spurningu hv. 2. þm. þm. Árn. Hver pantaði þetta plagg? (Forsrh: Já, hver gerði það?) Ég hefi aldrei viljað trúa því til fullnustu, sem hv. 1. þm. Skagf. sagði, að hæstv. forsrh. væri á móti járnbraut, og trúi því ekki enn, þar sem gert er ráð fyrir járnbraut síðar meir í þessu frv. Þar segir: „Verður þá á ný að taka ákvörðun um, hverra frekari samgöngubóta er þörf, hvort heldur skuli malbika veginn eða ráðast í lagningu járnbrautar“. Annars mun ég víkja nánar að málinu við 2. umr. og læt þetta nægja að sinni.