13.04.1931
Efri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 273 í C-deild Alþingistíðinda. (862)

5. mál, verðtollur

Fjmrh. (Einar Árnason):

Mér fannst eitt atriði einkum áberandi í ræðum þeirra hv. 1. landsk. og hv. 1. þm. G.-K., og það var vantraust þeirra á gjaldheimtumönnum ríkissjóðs að því er verðtollinn snertir. Var helzt að heyra á þeim, að gjaldheimtumennirnir myndu ekki skila því fé til ríkisóðs, er þeir innheimtu á þann hátt. Mér þykja þessar getsakir óviðkunnanlegar og vil mótmæla því, að nokkur ástæða sé til að treysta þeim ekki fullkomlega.