24.08.1931
Neðri deild: 41. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 188 í D-deild Alþingistíðinda. (1532)

449. mál, kartöflukjallari og markaðsskáli

Flm. (Bjarni Ásgeirsson): Þessi þáltill. er hér fram borin vegna þess, að þetta merkilega mál, sem hefir meiri hl. þings að baki sér, var fellt í Ed. af 7 mönnum. Þegar frv. um þetta efni fór héðan úr deildinni, var það samþ. með 17 shlj. atkv., þ. e. að d. fylgdi því einhuga, en í hv. Ed. var það fellt með 7:6 atkv. Einn þm., sem var fylgjandi málinu, var fjarstaddur. Það eru því einir 7 þm. af 42, sem hafa komið í veg fyrir, að þetta mál næði fram að ganga.

Nú viljum við flm., að þessi hv. d. bæti fyrir brot sins litla bróður, hv. Ed., þessa 1/6 hluta þingsins, sem tekizt hefir að bregða fæti fyrir það.

Óska ég, að þessi till. verði samþ., og skal svo ekki fara fleiri orðum um hana.