07.08.1931
Efri deild: 23. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í C-deild Alþingistíðinda. (1784)

15. mál, forkaupsréttur kaupstaða á hafnarmannvirkjum o.fl.

Frsm. (Einar Árnason):

Þetta frv. er enginn nýr gestur hér í hv. d. Það hefir þó nokkrum sinnum áður legið fyrir þinginu og verið samþ. áður hér í hv. d. Nú er það borið fram óbreytt eins og það var á síðasta þingi, og hefir allshn. fengið það til meðferðar, en hefir ekki getað orðið sammála um afgreiðslu þess. Meiri hl. n. leggur til, að það verði samþ. óbreytt, en minni hl. leggur til, að það verði fellt. Ég sé ekki ástæðu til þess að færa nein rök fyrir máli mínu í þetta sinn, þar sem málið er flestum hv. dm. svo kunnugt. Ég vil aðeins leggja til, fyrir hönd meiri hl. n., að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.