22.08.1931
Neðri deild: 36. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 23 í C-deild Alþingistíðinda. (1859)

15. mál, forkaupsréttur kaupstaða á hafnarmannvirkjum o.fl.

Frsm. meiri hl. (Bergur Jónsson):

Meiri hl. allshn. var sammála um að afgreiða málið til d., en n. er klofin í afstöðu sinni til frv., þrír eru andstæðir því, en 2 líklega með því.

Þetta mál hefir legið fyrir öllum þingum síðan árið 1927, og alltaf verð samþ. í hv. Ed., og er því þaulrætt. Það eru því óþarfar langar umr. um það nú. Það er til þess að gera bæjar- og sveitarfélögum léttara fyrir að ná eignar- og umráðarétti og leigurétti á hafnarmannvirkjum, lóðum, er að sjó liggja, lóðum og löndum og öðrum fasteignum, sem hreppstjórn þykir þörf á fyrir almenning að hafa eignarráð yfir.

Ég skal svo ekki orðlengja um það frekar að þessu sinni.