11.08.1931
Neðri deild: 26. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1323 í B-deild Alþingistíðinda. (2594)

Afgreiðsla þingmála

Haraldur Guðmundsson:

Ég get í raun og veru undirstrikað það, sem hæstv. forseti sagði til hv. 1. þm. N.-M. Það er auðvitað ekki mál formanna n. að sigta, hvaða mál verðskuldi að koma fyrir hv. d. Hv. 1. þm. N.-M. lýsir þannig starfsháttum fjhn., að hún taki í fyrsta lagi til afgreiðslu þau mál, sem n. er öll sammála um, í öðru lagi þau mál, sem einhver nm. vill beita sér fyrir, og í þriðja lagi láti hún þau mál liggja, sem enginn vill beita sér fyrir.

Ég veit nú ekki til, að n. yfirleitt, og því síður form. þeirra, hafi nokkurt slíkt ákvörðunarvald.

Ég vil spyrja eftir þessar upplýsingar, hvort frv. um ráðstafanir gegn kreppunni hafi verið afgr. Það er vitanlegt, að ýmsir úr stjórnarflokknum hugsa sér að hlaupa frá þinginu hálfloknu. Það er þó það allra minnsta, að við fáum að vita um, hvort n. vilja afgr. mál frá sér. En að form. n. verði beinlínis til þess að svæfa mál og stæra sig af því, það finnst mér vera ósvífni.