10.08.1931
Neðri deild: 25. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 711 í B-deild Alþingistíðinda. (488)

7. mál, búfjárrækt

Jón Auðunn Jónsson [óyfirl.]:

Ég vil aðeins benda á það, að það eru aðrir menn í landbn. nú en á þinginu í vetur, og ég býst við, að þessir nýkjörnu þm. vilji hafa tíma til þess að athuga þetta mál.

Ég ætla ekki að fara að fjölyrða um þetta mál, en um hrossaeignina er það að segja, að með þessu frv., ef að lögum verður, er mönnum gefin svo mikil hvöt til þess að auka hrossaeignina, að ég held, að í framkvæmd verði það meira til að auka hana en bæta. Hingað til hafa menn haft hvöt til þess að eiga góða reiðhesta, því þeir hafa verið í háu verði, og ég hygg, að fyrst um sinn verði viss markaður fyrir þá innanlands.

Mér finnst alveg ótækt, að slíkt frv. sem þetta fari ekki til n., svo hún geti aflað sér upplýsinga um, hve mikinn kostnað þetta hefir í för með sér fyrir ríkissjóð.