07.08.1931
Neðri deild: 23. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 954 í B-deild Alþingistíðinda. (983)

120. mál, fiskimat

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Eins og getið var um við 2. umr. málsins, þá ákvað sjútvn. að flytja brtt. við þetta frv., og þær liggja nú fyrir á þskj. 215.

1. og 2. brtt. eru lítilfjörlegar orðabreyt. Dálítil efnisbreyt. er að vísu í 1. brtt., að því leyti, sem formaður Fél. ísl. botnvörpuskipaeigenda á að koma sem 3. maður í viðbót við forseta Fiskifél. og fulltrúa sjútvn. Alþ., til þess að gera till. til atvmrn. um ágreining, sem upp kann að koma.

3. brtt. er um launakjör þessara manna. Sjútvn. sá sér ekki annað fært en að bæta að nokkru launakjör yfirfiskimatsmanna. Það er í samræmi við þá breyt., sem n. hafði gert ráð fyrir að bera fram við 2. umr. um hækkun á launum þeirra, en var ekki tilbúin þá. N. kaus að setja launaákvæðin beint inn í frv.

Ég vil geta þess fyrir mitt leyti, að þótt ég hafi ekki gert ágreining út af þessu í n., þá er ég hvergi nærri ánægður með launakjörin eins og till. n. hljóðar um. Ég áleit þó þýðingarlaust að gera ágreining um þetta, þar sem meiri hl. n. var ófáanlegur til þess að hafa launin hærri en hér er ákveðið. En verði frv. að lögum, er svo miklum auknum skyldum bætt á yfirmatsmennina, að ég álít algerlega óhjákvæmilegt að bæta laun þeirra.