24.02.1932
Neðri deild: 9. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1378 í B-deild Alþingistíðinda. (1072)

33. mál, ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóli Íslands

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég hafði talið, að landsspítalanum yrði lítill aukinn kostnaður af því að taka að sér þessa tvo skola, vegna þess að hann fær vinnu nemendanna, sem færa mætti honum til tekna og reikna upp í kostnaðinn að öðru leyti. Á þennan hátt getur hinn raunverulegi kostnaður við skólahaldið ekki orðið mikill. Með þetta fyrir augum bætti ég sérstökum lið til kennslunnar inn í kostnaðaraætlun landsspítalans, og ætlaðist til, að 4000 kr. nægði. En annars mun ég ræða nánar um þetta við þá hv. n., sem málið fær til athugunar.