06.04.1932
Efri deild: 44. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1648 í C-deild Alþingistíðinda. (11377)

300. mál, kosning til Alþingis

Einar Árnason:

Ég vil skjóta því til álits hæstv. forseta, hvort frv. þetta kemur ekki í bág við 26. gr. stjskr. eða a. m. k. anda hennar. Í þeirri gr. er ákveðið, að kosið skuli óhlutbundinni kosningu í kjördæmum utan Rvíkur. En mér virðist svo, að hér sé um hlutfallskosningu eða a. m. k. grímuklædda hlutfallskosningu að ræða í tvímenningskjördæmunum eftir frv. Ég ætla ekki að ræða málið frekar á þessu stigi, en vildi skjóta þessari aths. til aðgerða hæstv. forseta.