22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2388 í B-deild Alþingistíðinda. (11445)

Afgreiðsla þingmála

Bjarni Ásgeirsson:

Ég vil einnig nota tækifærið til að minna hæstv. forseta á frv., sem ég bar hér fram fyrir mánuði síðan um breyt. á jarðræktarl. Það kom einu sinni eða tvisvar á dagskrá, en svo neðarlega, að engin von var til, að það kæmi til umr. Ég vænti þess, að hæstv. forseti sjái sér fært að setja þetta mál svo ofarlega á dagskrána, að líkindi séu til, að það geti fengið afgreiðslu.

Einnig vil ég minna hæstv. forseta á, að ekki alls fyrir löngu kom hér til 1. umr. frv. um ölgerð og sölumeðferð öls. Frv. varð þá ekki tíðrætt, en hefir eigi síðan séð dagsins ljós. — Ég vil einnig spyrja hæstv. forseta, hvort hann telji sér ekki fært að taka þetta mál á dagskrá.