04.06.1932
Sameinað þing: 12. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2442 í B-deild Alþingistíðinda. (11520)

Stjórnarskipti

Jakob Möller [óyfirl.]:

Af því að hv. þm. Dal. hefir staðfastlega neitað því, að Framsóknarflokkurinn hafi staðfest það, að Magnús Guðmundsson yrði eftirmaður Jónasar Jónssonar, vil ég leyfa mér að gera þá fyrirspurn til hv. þm., hvort Framsóknarflokkurinn hafi ekki samþ. það, að Ásgeir Ásgeirsson myndaði þá þriggja manna stj., sem nú er setzt í stólana, og að hún yrði skipuð ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni sem fors.- og fjmrh. þeim Þorsteini Briem sem atv.- og samgmrh. og Magnúsi Guðmundssyni sem dómsmrh., og þar með samþ., að Magnús Guðmundsson yrði eftirmaður Jónasar Jónssonar.