05.05.1932
Efri deild: 68. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 488 í B-deild Alþingistíðinda. (136)

1. mál, fjárlög 1933

Páll Hermannsson:

ég á að þessu sinni aðeins eina brtt. við fjárlfrv. Er það X. brtt. á þskj. 6l2 við 21. lið 15. gr. og gerir ráð fyrir, að sá styrkur, sem Jóni Leifs er ætlaður í fjárlfrv., 1500 kr., falli niður.

Það er nú margkunnugt, frá báðum deildum Alþ., að fáir liðir eru jafn viðkvæmir og þeir, sem bundnir eru við ákveðin nöfn og getur þetta verið mjög eðlilegt. Það kemur líka í ljós, að farið er fram á ýmsar upphæðir og í ýmsu augnamiði. Það eru námsstyrkir, sjúkrastyrkir, verðlaun fyrir eitthvað, sem talið er að vel hafi verið gert, listir, bókmenntir, skáldskapur eða verkleg störf, og þá stundum til að vinna akveðin verk. Sem sagt ýmsar teg., andlegs og verklegs eðlis. Til alls þessa er sótt um styrk, og til alls þessa o. fl. er veittur styrkur. — Venjulega er þó aðeins um laga upphæð að ræða til hvers eins. En þó kemur það og fyrir, að um verulega háar upphæðir er að ræða og þær veittar, þá er og ekki heldur dæmalaust, að fyrir rétta fé hafi ekkert komið eða skapazt, hvorki andleg né verkleg verðmæti.

Mér hefir fundizt rétt hvað þennan lið snertir, sem ég hefi gert till. um, að tekinn verði út, að gefa hv. d. tækifæri til að taka það til athugunar, hvort þessi liður á að standa í fjárl. Ég vil þá geta þess, að Jón Leifs hefir ritað Alþ. frá Berlín og farið fram á að fá styrk, en þó ekki í þessu formi, eða ég a. m. k. tel annað augnamið vera í umsókn hans en hér um ræðir. Hann segir svo í bréfinu: „Hér með leyfi ég mér virðingarfyllst að fara þess á leit, að Alþingi Íslendinga veiti mér föst tónskáldalaun“. — Hann fer því fram á föst laun til að lifa og starfa í framandi landi. Síðar í þessu sama bréfi segir hann:

„Æðsta takmark listar minnar er endurreisn íslenzkra þjóðlaga og listþroskun forníslenzkra tónlistarefna, en sökum fjárskorts hefi ég nú í eitt ár lítið eða ekkert getað unnið að meiriháttar tónsmíðum“. —

Af þessu er það því sjáanlegt, að það, sem Jón Leifs fer fram á, eru föst og há starfslaun, svo að hann geti unnið að starfi, sem er nokkuð kostnaðarsamt og sem getur verið að gefi engar tekjur, a. m. k. ekki í svip. Hinsvegar lít ég svo á, að 1500 kr. sé svo lítill styrkur í þessu augnamiði, að það sé kák eitt að veita hann og að hann geti ekki leitt að því takmarki, sem í umsókninni getur, þá er það og rangt og leiðinlegt að deila um sama mann þing eftir þing. Það er því rétt, þegar þingið ræðst í að veita fé til ákveðinna manna og í ákveðnu augnamiði, að þá sé það gert í því formi, að það haldist og þurfi ekki að þrátta um það árlega. Þessi styrkur marðist nú inn í Nd. með 15 atkv., sem er hið minnsta, er þar kemur til greina. — Ég skal svo ekki fjölyrða meir um þetta. Ég veit, að hv. þdm. hafa skilið hvað fyrir mér vakir, og hafa það í huga, er þeir greiða atkv., en ekki neitt annað.