05.05.1932
Efri deild: 68. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 494 í B-deild Alþingistíðinda. (140)

1. mál, fjárlög 1933

Frsm. (Einar Árnason):

Mér láðist í dag í fyrri ræðu minni að vekja athygli hv. d. á einu atr. í nál. fjvn., vegna þess að það er ekki eiginleg brtt., heldur einskonar yfirlýsing, sem n. vill gera í samhandi við 13. gr., liðinn til lendingarbóta. N. vill taka það fram, að hún ætlast til, að af þeim lið gangi 3500 kr. til bryggjugerðar á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Þetta er að nokkru leyti gert til þess að efna loforð, sem gefið var á síðasta þingi gegnum þau fjárl. sem þá væu afgreidd. N. hefir verið tjáð af hv. þm. Snæf., að þetta mundi ekki verða notað í ár, en hann óskar, að slík yfirlýsing fái að standa við þennan lið fjárlaganna nú, ef hlutaðeigendur kynnu að geta notað sér það á næsta ári.

Þá skal ég víkja örfáum orðum að brtt. hv. dm. En ég ætla fyrirfram að taka það fram, að ég byst ekki við að stofna til þess, að neinar deilur verði um þær, heldur mun ég aðeins í fáum orðum lýsa afstöðu n. til þeirra.

Þá er það fyrsta brtt. á þskj. 612, frá hv. 6. landsk., um það, að risnufé ráðh. lækki úr 6 þús. kr. niður í 4 þús. kr. Í gildandi fjárlögum ætla ég að þessi liður sé 8 þús. kr., svo í fjárlagafrv. hefir hann verið lækkaður um fjórðung. Um þessa brtt. hefir n. óbundin atkv.

Þá er næst brtt. frá sama hv. þm. um það að veita Unni Vilhjálmsdóttur 2 þús. kr. sjúkrastyrk og til vara 1500 kr. N. er á móti þessari till. Það hafa komizt inn í fjárl. einir tveir slíkir sjúkrastyrkir í hv. Nd., og fyrir n. lágu nokkrar beiðnir um samskonar styrki. N. var næst skapi að taka út það, sem inn komst í hv. Nd. af þessu tægi, en við nánari íhugun virtist henni heppilegra að vera ekki að stofna til óánægju með því. En hún telur hinsvegar varhugavert að fara út þá braut, að ríkið taki að sér framfærslu ýmsra sjúklinga, sem til þess kunna að leita. Það er öllum vitanlegt, að á landinu er fjöldi fólks, sem hefir við meira og minna heilsuleysi að stríða og á ákaflega örðugt uppdráttar. Það er því aðeins ranglæti að taka suma af þeim, sem þannig er ástatt fyrir, upp á arma ríkisins, en neita öðrum um hjálp. N. mælir ekki móti þessari till. vegna þess, að henni sé á nokkurn hátt í nöp við þann umsækjanda, sem hér er um að ræða. Held ég líka, að þingið hafi áður veitt þessari konu sjúkrastyrk og þannig gert heldur vel við hana. Vitanlega leggur n. það á vald hv. d., hvað hún gerir í þessu efni nú, og mun ég ekki fara út í neinar deilur út af því. Það er ekki ánægjulegt að þurfa að neita fólki um hjálp, sem svo illa er ástatt fyrir, að það þjáist af heilsuleysi, og er því bezt að hafa um það sem fæst orð.

4. brtt. á sama þskj., sem er frá hv. samgmn., lætur n. að sjálfsögðu afskiptalausa.

Þá flytur hv. 2. landsk. brtt., þar sem hann leggur til, að tillag til bryggjugerða og lendingarbóta sé hækkað úr 20 þús. kr. upp í 70 þús. kr. N. er á móti þeirri till., fyrst og fremst vegna þess, að þar sem alstaðar er verið að skera niður verklegar framkvæmdir, þá sér hún ekki að mögulegt sé fjárhagsins vegna að samþ. þessa hækkun. Hér er líka þess að gæta, að þau héruð, sem vilja verða aðnjótandi styrks til lendingarbóta, eiga að leggja tvöfalda upphæð fram á móti. Ég hygg, að svo sé nú ástatt í flestum héruðum, að þau geti ekki lagt fram stórfé til verklegra framkvæmda, hvorki lendingarbóta né annars, og þess vegna yrði þetta hækkaða framlag ríkissjóðs aðeins pappírsgagn og annað ekki.

Þá koma næst 5 nýir liðir, sem ég tek í einu, frá þrem hv. þdm. Það eru styrkir til 5 einstakra manna til þess að stunda nám í útlöndum. Þrír af þessum mönnum stunda, að því er mér skilst. vélfræðinám, einn þeirra stundar verzlunarfræði og einn tannlækningar. Ég segi fyrir mig, að ég þekki engan þessara manna . Það má vel vera, að það séu allt góðir og efnilegir menn. Það getur líka vel verið, að eitthvað væri hægt að gera upp á milli þeirra. En meiri hl. n. lengur á móti þeim öllum. Ég verð að telja, að varla geti verið svo aðkallandi þörf fyrir menn með sérþekkingu á þeim efnum, sem hér er um að ræða, vélfræði, verzlunarfræði og tannlækningum, að það þurfi í þeim fjárhagsörðugleikum, Sem nú standa yfir, að veita fé til þessa nams. Ég held, að það verði að telja margt engu aðkallandi, sem þó er ekki hægt að veita neina fjárhagslega hjálp til.

Þá kem ég að till. hv. 1. þm. Reykv. um að hækka styrkinn til kvennaskólans hér í Rvík úr 18 þús. kr. upp í 21 þús. kr. Ef ég man rétt, mun þessi styrkur vera 21 þús. kr. í núv. fjárl., en hefir verið lækkaður niður í 18 þús. kr. í fjárlfrv. Nú er það svo, að við alla skóla hefir verið lækkað eftir því sem álitið hefir verið mögulegt. Um þetta gildir vitanlega það sama og um alla aðra hluti nú, að alstaðar verður að reyna að spara eins og mögulegt er. Hv. þm. sagði, að kvennaskólinn í Rvík væri sívaxandi. Ég veit ekki, hvort þetta er rétt, en hitt veit ég, að það er ekki vasandi aðsókn að honum utan af landi. Og þegar tekið er tillit til þess, að þessum skóla eru veittar alls 28 þús. kr. úr ríkissjóði gegn aðeins 1800 kr. framlagi frá Rvíkurbæ, þá virðist sannarlega ekki standa upp á ríkissjóð. Meiri hl. n. er því á móti þessari tillögu.

Þá er 8. brtt. á þskj. 612, frá hv. 6. landsk. Um hana hefi ég það eitt að segja, að n. hefir um hana óbundin atkv.

Næst kemur brtt. frá hv. þm. Hafnf. um að veita 1000 kr. til bókasafns Hafnarfjarðar. Þeirri till. er n. meðmælt. En um hina brtt. hv. þm., um að veita 1200 kr. til að gefa út þjóðsagnasafn Sigfúsar Sigfússonar, hefir n. óbundin atkv.

Þá er brtt. hv. 2. þm. N.-M. um að styrkurinn til Jóns Leifs falli burt. Þessi styrkur mun hafa verið settur inn í frv. í hv. Nd., og hefir fjvn. þessarar d. óbundin atkv. um hann; þó mun meiri hl. hennar vera á móti brtt.

Þá kem ég að brtt. hv. 1. þm. Reykv. um styrk handa Þórhalli Þorgilssyni, til þess að gefa út kennslubók í ítölsku. Ég held nú sannast að segja, að það liggi áreiðanlega meira á ýmsu öðru heldur en kennslubók í þessu máli. Ég hygg, að ef til eru einhverjir menn í þessu landi, sem vilja leggja stund á ítölsku, þá muni þeir vera svo vel að sér í norðurlandamálunum, að þeir geti notað danska kennslubók. Það væri áeiðanlega ekki síður nauðsynlegt fyrir skóla okkar að fá kennslubækur í ýmsum öðrum greinum, sem ekki eru til kennslubækur í á íslenzku. Meiri hl. n. verður því að leggja á móti þessari till.

Um brtt. hv. 2. landsk. um styrk til Guðbrands Jónssonar hefi ég það eitt að segja, að meiri hl. n. leggur á móti henni.

Þá kem ég að stærstu brtt. á þessu þskj., sem er frá hv. 2. landsk., um að ríkissjóður leggi fram 500 hús. kr. til atvinnubóta í kaupstöðum og kauptúnum, gegn tvöföldu framlagi frá hlutaðeigandi bæjar- og sveitarsjóðum, og að þeir skuli hafa aðgang að lánum úr bjargráðasjóði, sem nemi helmingi þeirra framlags. N., eða a. m. k. mestur hluti hennar, er á móti þessari till., m. a. vegna þess, að það er ekki sjáanlegt, að með þeim tekjum, sem líklegt er, að ríkisjóður hafi yfir að ráða á næsta ári, geti hann lagt fram fé svo nokkru nemi í þessu skyni. Auk þess mundi bæjar- og sveitarfélögum verða fullörðugt að leggja fram sinn hluta á móti. Um lán úr bjargráðasjóði er það að segja, að um þann sjóð gilda sérstök lög og ákvæðum þeirra geta fjárlagaákvæði vitanlega ekki breytt; mundi því örðugt að geta notað hann verulega í þessu skyni.

Þá er enn brtt. frá hv. 6. landsk., um að liðurinn til Halldóra Bjarnadóttur hækki úr 1500 kr. upp í 1700 kr. Ég ætla, að þessi liður sé 1800 kr. í núg. fjárlögum. en hann var í fjárlagafrv. lækkaður niður í 1500 kr. Þetta er í samræmi við aðrar lækkanir, bæði á liðum til einstaklinga og einstakra stofnana. N. telur því, að við það verði að sitja, sem í frv. er, og leggur á móti þessari brtt.

Sama er að segja um næstu brtt. frá sama hv. þm., um að veita 2000 kr. til Sigrúnar Kjartansdóttur, til þess að koma á fót hanzkagerð. Nú skal ég ekki mæla á móti því, að til mala geti komið að koma upp slíkri hanzkagerð. En ég held, að engin reynsla sé til fyrir því enn, hvort við getum búið út hanzka hér úr íslenzku efni, sem gætu orðið samkeppnisfærir við þá útlendu hanzka, sem hér eru hafðir á boðstólum. Það skyldi gleðja mig, ef þetta væri hægt. En meðan ekki er hægt að færa fram neitt því til sönnunar, telur n. varhugavert fyrir ríkissjóð að kasta út fé í slíkar tilraunir, eins og nú standa sakir, jafnvel þó hugsanlegt sé, að þær heppnuðust. Ef hinsvegar menn hafa almennt trú á, að þetta geti gengið, þá ætti ekki að vera ómögulegt að fá einstaka menn, sem á þetta trúa, til að leggja eitthvert fé úr eigin vasa til þess að koma hanzkagerðinni á fót, því ef þetta gæti gengið á annað borð, þá mætti búast við, að það gæfi eitthvað í aðra hönd. N. leggur móti því, að ríkissjóður leggi fram fé í þessu skyni, meðan jafn lítill undirbúningur er fyrir hendi og nú er.

Næst er till. um að veita 500 kr. til Guðrúnar Finnsdóttur; um hana hefir n. óbundin atkv.

Þá kem ég að brtt. frá hv. þm. Húnv., um að lagðar verði fram 500 kr. til fiskiræktarfél. Blöndu.

Hv. hm. tók það fram, að sér hætti leiðinlegt að þurfa að tala fyrir þessari till. á hverju þingi, og satt að segja get ég skilið það, ef hann hefði alltaf talað um hana fyrir daufum eyrum og aldrei fengið hana samþ. En nú kom fram hjá honum, að hann hefir aldrei talað um þessa till. fyrir daufum eyrum, því hún hefir alltaf verið samþ., svo ég held, ai5 það hljóti að vera honum aðeins til skemmtunar að flytja hana. Um afstöðu n. til þessarar brtt. er það að segja, að hún hefir um hana óbundin atkv.

Mér virtist hv. þm. vilja í sambandi við þessa till. sína nota tækifærið til þess að gera gys að till. n. um loðdýrum. Ég get ekki annað en látið í ljósi þá skoðun mína, að ef bera á saman loðdýr og lax, þá hafi ég meiri trú á því, að loðdýr lifi, þó að þau séu flutt frá Grænlandi til Íslands, heldur en laxaseiði, sem flutt eru af Suðurlandi norður í Blöndu. Enda skildi ég hv. hm. svo, að enn væri ekki fengin sönnun fyrir því, hvort nokkuð af seiðum þessum, sem norður hafa verið flutt, hefðu lifað.

Um brtt. hv. 6. landsk., styrk handa Margrétu Lárusdóttur læknisekkju, hefir n. óbundin atkv. Sama er að segja um brtt. hv. 4. landsk., um eftirlaun handa Guðjóni Kjartanssyni pósti. Aftur er n. mótfallin till. hv. 6. landsk., um að veita ekkju Jónasar Guðlaugssonar 1200 kr. í 18. gr. N. telur, að ef till. verði samþ., þá verði eftirlaun þessarar ekkju ekki í samræmi við aðra styrki, sem veittir eru til ekkna í 18. gr. Þá hefir n. óbundin atkv. um till. hv. 2. þm. S.-M, um að ríkið taki ábyrgð á 40 þús. kr. lani fyrir fisksölusamlag Austfirðinga. Aftur leggur hún á móti næstu till. hans, að ríkið leggi fram fé til þess að reisa síldarbræðslustöð á Austfjörðum. Eins og kunnugt er, hefir ríkið lagt fram mikið fé til þess að reisa síldarbræðslustöð á Siglufirði, og virðist því rétt, að reynsla fáist um hana áður en ríkið fer að taka á sig áhættu af fleiri slíkum fyrirtækjum. Hv. þm. taldi, að þetta mundi verða sérstakt bjargráð fyrir Austurland, því að mikla síld væri þar að fá, jafnvel á fjörðum inni. Væri þar því nóg verkefni fyrir stóra verksmiðju, og nauðsyn bæri til að rétta Austfirðingum hjálparhönd vegna þeirra miklu örðugleika, sem þeir hefðu átt og ættu ennþá við að stríða. Ég verð nú að segja það, að jafnvel þó að ríkissjóður reisti verksmiðju þarna, þá væru ekki allir erfiðleikar Austfirðinga þar með yfirstignir, því eins og kunnugt er, eru allar síldarafurðir nú stórfallnar í verði, og því mjög illt með alla sölu síldar og síldarafurða. Mun því ganga mjög illa að fá nokkra síldarbræðsluverksmiðju til þess að bera sig. Ég held því, að það erfiðasta væri eftir, þó að verksmiðjan væri byggð, en það er rekstur hennar. Það er því skoðun mín, að Austfirðingar leggi of mikið upp úr síldarbræðslustöð sem bjargráði og mun það stafa af ókunnugleika þeirra á heim málum.

Þskj. 622 er brtt.frá hv. 2. landsk. um veg yfir Fjarðarheiði. Ég hefi heyrt, að hann muni taka hana aftur við þessa umr. Er því ekki ástæða til þess að tala frekar um hana.

Um brtt. frá hv. 3. landsk., kr. 200 til B. Barðdals kennara, hefir n. enga afstöðu tekið.

Þá er brtt. á þskj. 637 frá dómsmrh. N. hefir engan tíma haft til þess að taka afstöðu til hennar, eftir að hún kom fram, get ég því ekkert um hana sagt fyrir hönd nefndarinnar.

Þá vil ég taka það fram, að n. tekur aftur til 3. umr. 13.–14. brtt. sínar á þskj. 597.

Mér skildist á hæstv. fjmrh., að hann væri fremur andvígur ýmsum till. fjvn. Hann mælti beinlínis á móti niðurfellingu styrkjanna í 17. gr., og það hafa ýmsir hv. dm. gert líka. Ég ætla ekki að deila neitt um það. N. leggur ekkert sérstakt kapp á brtt. sínar. Lætur deildarmenn sjálfráða, hvernig þeir snúast við heim. — Mér skildist hæstv. ráðh. telja óvarlegt að lækka jarðræktarstyrkinn eins og n. hefir gert. Áður en hún gerði þessa brtt. átti hún tal um þetta við búnaðarmalastjóra, og taldi hann ekki óvarlegt að lækka styrkinn eins og n. hefir gert. En eins og tekið hefir verið fram, þá hefir n. samt hugsað sér að bera fram till. um lækkun hámarks styrksins, og væntir hún, að hv. d. geti fallizt á hana á sínum tíma.