11.05.1932
Efri deild: 72. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1628 í B-deild Alþingistíðinda. (1678)

36. mál, skipun læknishéraða, verksvið landlæknis og störf héraðslækna

Frsm. (Einar Árnason):

Allshn. leggur til, að frv. þetta verði samþ. — Að sönnu flytja tveir nm. brtt., þar sem um 2 efnisbreyt. er að ræða. En ég hygg þó, að mér sé óhætt að fullyrða, að þeir munu þó ekki leggja svo mikla áherzlu á þessar brtt., að þeir muni greiða atkv. gegn frv., enda þótt brtt. þeirra verði felldar.

Með þessu frv. eru úr gildi numin ýms þau 1. og lagaákvæði, sem nú gilda viðvíkjandi læknishéraðaskiptingu landsins. Þá eru og sett í það ýms ákvæði, sem ekki hafa verið lögfest áður. Og loks eru sum ákvæði, sem áður voru til, gerð fyllri en þau áður voru.

1. gr. frv. ákveður sjálf læknishéruðin. Þar er ekki um mjög miklar breyt. að ræða frá l. 1907, nema að því leyti, sem breyttar ástæður hafa gert nauðsynlegar breyt., s. s. að hreppar hafi skipzt eða breytt um nafn. Slíkt allt er fært til samræmis við það, sem nú er. — Í þessari gr. eru þó tvær efnisbreyt. frá núgildandi 1. Hin fyrri er, að í Ögurhéraði sé læknissetur sett að Ögri. Ákvæði þau, sem áður giltu, orðuðu þetta ekki nánar en það, að aðsetur læknisins skyldi vera einhversstaðar á Langadalsströndinni. þessu hefir þó ekki verið fylgt, og hér er því ákveðið, að læknissetrið skuli vera í Ögri. — Hin efnisbreyt. gr. er sú, að nýtt læknishérað, Ólafsfjarðarhérað, skuli bætast við. Er það gert í samræmi við það, sem þegar hefir verið samþ. hér í hv. d., en biður nú í Nd., vegna þess að ákvæði þess frv. eru mi komin inn í þetta frv., enda fer það hér betur. — Í síðari hl. frv. eru svo fyrirmæli um afstöðu landlæknis að því er við kemur heilbrigðismálum og læknum þessa lands. Í 4. gr. eru nánari ákvæði en nú eru í 1. um skyldur héraðslækna. Og í 5. gr. er störfum héraðslæknis í Reykjavík breytt frá því, sem nú er. Er ætlazt til, að hann hætti að sinna sjúkravitjunum, en aðalstarf hans verði skýrslugerð. Í samræmi við þetta er sett það ákvæði í 6. gr., að laun þess læknis verði 11/2 sinnum hærri en laun annara héraðslækna, til uppbótar því, að hann verður að leggja niður læknisstörf, sem hann annars hefði tekjur af.

Ég sé ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um frv., þar sem n. er öll sammala um, að það verði samþ. Á þær brtt., er fyrir liggja, vil ég ei minnast að fyrra bragði. Vil heldur bíða og hlusta á það, sem hv. flm. þeirra segja um þær.