02.05.1932
Neðri deild: 65. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1708 í B-deild Alþingistíðinda. (1771)

288. mál, varnir gegn berklaveiki

Forseti (JörB):

Mér hefir borizt skrifl. brtt. frá hv. 2. þm. Skagf., við b-lið brtt. Á þskj. 590, þess efnis, að fyrir „stjórnarráðið“ á tveimur stöðum komi: ráðherra.

Þar sem brtt. þessi er skrifl. og þar að auki of seint fram komin, verður að leita afbrigða um, að hún megi koma til greina.