19.04.1932
Neðri deild: 55. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1778 í B-deild Alþingistíðinda. (1828)

35. mál, lækningaleyfi

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Ég vil gera þá aths. við eitt atriði í næstsíðustu ræðu hv. þm. G.-K., að hann hefir sýnilega skýrt þar rangt frá einu atriði, sem hann vill mjög telja máli sínu til framdráttar. Hann var hér með skjal frá Læknafél. Rvíkur, og hann sagði, að margir merkir læknar úr því fél. hefðu samþ. það, og væru þeir því samkv. því skjali samdóma sér um það að ekki mætti setja taxta á praktiserandi lækna í Rvík. Meðal þessara lækna var próf. Guðm. Thoroddsen. Hann kom hér undir umr. um þetta mál, og ég spurði hann, hvort hann hefði verið á þessum fundi, þar sem þetta mál var rætt. Hann sagðist hafa verið þar, en farið áður en atkv. hefðu verið greidd, svo að hann á engan þátt í þessu. Ennfremur spurði ég hann, hvort læknad. háskólans hefði verið kunnugt um frv. áður en það kom fram hér á þingi, og sagði hann það vera, þeir hefðu gert aths. við frv. og landlæknir hefði tekið þær til greina.

Af þessu sest, að hv. þm. G.-K. hefir reynt að gefa villandi skýrslu um þetta mal. Í þessari frásögn hv. þm. er tvennt rangt sannanlega, og þá áreiðanlega a. m. k. 10 atriði önnur röng, þó að ekki séu enn komnar sönnur á það mál. En hin tvenn sönnuðu mismæli hv. þm. eru fyrst það, að Guðm. Thoroddsen hafi verið riðinn við mótmælin gegn frv. Í öðru lagi liggur það nú beinlínis fyrir, að læknad. hafi starfað bæði að samningu frv. og grg. Þetta allt gefur nokkra hugmynd um, hve mikið er að marka það, sem hv. þm. ber fram í þessu máli, sein og líka öðrum.