03.06.1932
Neðri deild: 92. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 554 í B-deild Alþingistíðinda. (183)

1. mál, fjárlög 1933

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Það er einkennileg meinloka, sem gengur um eins og grár köttur í heila hv. þm. Húnv. Ég vil í þessu sambandi leggja fyrir hann eina spurningu, til þess að fá að vita, hvað hann meinar. Heldur hann, ef svo hefði farið, sem um tíma leit út fyrir að orðið hefði, ef Íhaldsflokkurinn hefði ekki gengið á bak orða sinna, að fjárl. hefðu verið felld, heldur hann, að stj., sem setið hefir fram að þessu, hefði leyft sér að stjórna fjárlagalaust? Við jafnaðarmenn vorum á móti fjárl., af því að við töldum þau beinlínis til tjóns fyrir þjóðina, því að í þeim var dregið svo mjög úr verklegum framkvæmdum, að það lét nærri, að 3 af hverjum 4, sem áður hafa unnið hjá ríkinu, væru reknir heim úr vinnunni. Þetta veit hv. þm. mætavel, og ég efast ekki um, að hann hafi gert það sjálfur. þm. greiða þrásinnis atkv. gegn frumvörpum, sem þeir hafa flutt brtt. við. Eins og kunnugt er, þá hafa mörg mál farið í gegnum þingið, sem við jafnaðarmenn vorum mótfallnir. Hinsvegar höfum við reynt að flytja brtt. við þau, til þess að sníða af heim verstu agnúana. Við höfum gefið yfirlýsingar um það, að við mundum greiða atkv. gegn tekjuaukafrv. heim, sem fyrir þinginu hafa legið, m. a. af því, að við erum mótfallnir stefnu þeirra flestra. Um fjárlagafrv. fyrir árið 1933 höfum við sagt það, að með þeim svip, sem yfir því væri nú, mundum við greiða atkv. á móti því. Nú er það vitanlegt, að samkomulag hefir orðið á milli stóru flokkanna um að afgreiða fjárl. á þessu þingi, og þess vegna berum við enn fram þessa till. — Og ég verð að segja það, að ég sé ekkert eftir hv. þm. V.-Húnv. og öðrum þdm., sem það vilja, að gera sér það til skammar að greiða atkv. á móti þessari till. í þriðja sinn. (Forseti hringir). Mér þykir vænt um, að hæstv. fors. leggur áherzlu á þessi orð mín.

Ég sé ekki ástæðu til að gera aths. við þau orð, sem hæstv. fjmrh. lét falla um þessa till.; hann hefir alltaf látið falla vinsamleg ummæli viðvíkjandi till. um framlög til atvinnubóta, en það hefir ekkert komið út af því, enn sem komið er.