30.03.1932
Efri deild: 38. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1985 í B-deild Alþingistíðinda. (2232)

62. mál, kirkjugarðar

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Brtt. sú, er hv. frsm. minntist á, lýtur að því að gera það ódývrara að hafa heimagrafreiti en gert er ráð fyrir í frv. Eins og kunnugt er, eru margir menn í landinu, sem óska eftir því að fá þessa heimagrafreiti, en samkv. ákvæðum frv. yrðu þeir nokkuð dýrari. Hefi ég því lagt til að færa gjaldið nokkuð niður, en alls ekki að fella það niður með öllu, því ég tel ekki æskilegt, að þeir verði mjög margir, því að það myndi rýra umhyggju fyrir kirkjugörðunum. Eftir því sem jarðir festast meir í eign einstakra ætta, má búast við, að óskum um heimagrafreiti fjölgi; má því ekki gera mönnum ókleift að fá þá. Vænti ég því, að brtt. mín verði samþ.