14.05.1932
Efri deild: 75. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2072 í B-deild Alþingistíðinda. (2357)

645. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Það hefir að vísu ekki verið leitað fyrir sér neitt fastlega um lántökumöguleika, en málið hefir þó verið rætt við aðalviðskiptabanka okkar í Englandi, að gera tilraunir til þess að breyta lánum þessum í aðgengilegra horf. Möguleikarnir hafa verið slæmir í Englandi undanfarið en nú bendir þó margt til þess, að talsvert muni fara að batna, vextir fara lækkandi og mikið fé drífur þangað frá öðrum löndum til móts við það, sem var í fyrra.