26.05.1932
Efri deild: 84. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2082 í B-deild Alþingistíðinda. (2378)

645. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Jón Þorláksson:

Hæstv. fjmrh. gat þess fyrr við þessa umr., að ef brtt. mín á þskj. 770 ætti að ná samþykki, þá væri æskilegt, að lánsupphæðin væri hækkuð eitthvað dálítið upp úr 500 þús. sterlingspundum, og ætlaðist hann til, að ég bæri fram brtt. í þá átt. En það vantaði í ummæli hans, að hann léti þess getið, hvort hann vildi þá ganga inn á brtt. mína, ef hún kæmi fram þannig breytt, að í stað 500 þús. sterlingspunda kæmi t. d. allt að 540 þús. sterlingspund. Vilji hann það, er ég tilbúinn að bera fram till. um þá breyt., en að öðrum kosti sé ég ekki ástæðu til þess.