28.05.1932
Efri deild: 86. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2261 í B-deild Alþingistíðinda. (2559)

256. mál, gjaldfrestur bænda og bátaútvegsmanna

Jón Baldvinsson:

Þar sem ég hefi nú við þessa umr. flutt brtt. við frv. þetta eins og það nú er orðið, vil ég geta þess, að þær eru í samræmi við það álit, sem ég hefi látið uppi í þessu máli bæði við l. og 2. umr. Mér þykir það ranglæti, ef á annað borð á að setja lög um gjaldfrest, að slík hlunnindi eiga aðeins að ná til einnar stéttar í landinu, en tvær fjölmennustu stéttirnar, verkamenn og sjómenn, eiga að vera útilokaðar. Brtt. 811 við 1. og 2, gr. frv. eru nauðsynleg viðbót til þess að frv. nái til þessara tveggja stétta, verkamanna og sjómanna, auk bændanna. Auk þessa er í brtt. 811 lagt til, að fyrirsögn frv. breytist í samræmi við þetta. Ég hefi aldrei getað skilið, hvaða réttlæti er í því að útiloka þessar tvær stéttir frá þeim hlunnindum, sem menn ætla, að frv. veiti, og taldi ég því rétt að flytja þessar brtt. Hinsvegar er ég sömu skoðunar enn um frv. sjálft og ég var við 1. umr., að ég hefi litla trú á, að það komi að verulegu gagni, en fari svo, að það verði samþ., tel ég réttara, að það sé samþ. með þeim brtt., er ég hefi nú borið fram.