28.05.1932
Efri deild: 86. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2262 í B-deild Alþingistíðinda. (2561)

256. mál, gjaldfrestur bænda og bátaútvegsmanna

Pétur Magnússon:

Við fyrri hluta 2. umr. flutti ég rökst. dagskrá í þessu máali, þess efnis, að hv. d. mæltist til þess við hæstv. stj., að hún kæmi því svo fyrir, að opinberar lánsstofnanir veittu bændum greiðslufrest, þar sem við yrði komið. ég taldi þó rétt að lata ekki þessa dagskrá koma til atkv. við 2. umr., vegna þess, að margar brtt. við frv. lágu þá fyrir, og þótti mér því réttara að bíða til 3. umr. og sjá, hvaða breyt. frv. kynni að taka við atkvgr. Nú fór það svo, að margar af brtt. voru samþ. og frv. tók því allmiklum breyt., en þó ekki svo miklum, að þær geri það að verkum, að ég geti gefið frv. mitt atkv. og að rökst. dagskráin verði óþörf, því að enn eru sýnilega á frv. þeir höfuðgallar, er það hafði í fyrstu og ég benti á við 2. umr. Ég skal ekki fara að endurtaka það nú, sem ég sagði þa, vil aðeins minna hv. d. á, að þegar landbn. hafði frv. til meðferðar fyrir 2. umr. leitaði hún álits bankastjóra allra bankanna, og álit þeirra var — með einni undantekningu — þess efnis, að mjög óheppilegt væri að gera frv. þetta að lögum. Ég verð að segja það, að mér finnst ekki óeðlilegt, þó hv. d. líti svo á, að þessir menn bæru nokkurt skyn á þetta mál, og því bæri að taka nokkurt tillit til þeirra till. Þetta m. a. gerir það að verkum, að ég tek aftur upp hina rökst. dagskrá og leyfi mér að óska þess við hæstv. forseta, að hann lati hana koma til atkv.

Út af því, sem hv. 2. landsk. var að segja í sambandi við sínar brtt., að ranglatt væri að gera upp á milli stétta með setningu þessara laga, þá vil ég benda honum á, að það er eins gert, þótt hans brtt. verði samþ., því að það eru aðeins tvær stéttir til viðbótar, sem njóta hlunnindanna samkv. brtt. Eins og hv. þm. veit, eru fleiri en tvær eða þrjár stéttir manna í landinu, sem hafa þýðingu fyrir þjóðfélagið, og það getur staðið alveg eins á með þær, segjum t. d. iðnaðarmannastéttina, að þeim geti verið engu siður nauðsynlegt að fá gjaldfrest heldur en þeim, sem hv. 2. landsk. vill lata lögin ná til. Það er auðséð, að ef hart væri gengið að þessari stétt, þá mundi atvinna hennar stöðvast, og væri því ekki síður ástæða til að veita iðnaðarmönnum gjaldfrest heldur en bændum, og svo má segja um ýmsar fleiri stéttir. Aftur á móti er það að segja um þær tvær stéttir manna, verkamenn og sjómenn, sem hv. 2. landsk. ber fyrir brjósti, að þær eru að því leyti öðruvísi og betur settar, að meðlimir þeirra munu venjulega geta haldið áfram atvinnu sinni, þótt að þeim sé gengið. Þar af leiðandi tel ég jafnvel sízt þörf á, að þessar stéttir séu látnar komast undir lögin. Ég vænti því, að það verði skiljanlegt, þegar á það er litið, að ég er mótfallinn frv. eins og það liggur fyrir, að þá muni ég einnig vera mótfallinn því að fjölga þeim stéttum, sem lögin nái yfir, og greiði þess vegna atkv. gegn frv. og brtt.