18.05.1932
Neðri deild: 77. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 668 í B-deild Alþingistíðinda. (277)

3. mál, landsreikningar 1930

Magnús Guðmundsson:

ég held, að bezt sé að byrja með því að segja fáein orð út af því, sem hv. þm. V.-Húnv. sagði. Það þýðir reyndar ekki mikið að tala hér við hv. þm., þar sem aðeins sárfáir eru viðstaddir og enginn sést úr stj., svo að það er auðvitað, að hún ætlar ekki að svara því, sem hér kemur fram.

Ég ætla að byrja á því að sýna hv. þm. V.-Húnv. lögin, sem deilt er um, og lesa upp greinina, sem um er að ræða. Hún hljóðar svo: „Auk hinna föstu launa fá allir embættis- og sýslunarmenn landsins, sem taldir eru í lögum þessum, eða taka laun samkv. öðrum lögum, sem ekki ákveða sérstaklega um dýrtíðaruppbót, og sömuleiðis allir þeir, sem eftirlauna njóta samkv. eftirlaunalögum, eða biðlauna, til ársloka 1928, launabót sem miða skal við verðhækkun á helztu lífsnauðsynjum“. Þetta sýnir, að aðalatriði gr. er framlenging á lögum um dýrtíðaruppbót embættismanna yfirleitt, og þar var meiningin að gera þá eina breyt. að bæta ráðherrunum við, svo að þeir fengju dýrtíðaruppbót eftir sömu reglum og aðrir embættismenn. Skoða ég þetta þá útrætt mál.

Mér þykir vænt um að heyra, að hv. þm. V.-Húnv. telur mig sérstaklega iðinn að tína saman hitt og þetta viðvíkjandi 1.R. Það vildi ég gjarnan vera og ég hygg, að það skorti ekkert á, að hv. þm. V.Húnv. tíni saman það, sem honum fellur í geð, en hann kærir sig ekki um að tína hitt, og veit ég þó, að hann á ýmislegt á sínum blöðum, sem hann ekki les upp hér, af því að það er ekki þannig vaxið, að hann telji ágóða sínum málstað að fara út í það.

Hv. þm. talaði mikið um alhingishátíðina og fannst mjög til um þá eyðslu, sem þar hefði verið höfð, sérstaklega af n. halfu. Eins og hv. 4. þm. Reykv. hefir tekið fram, voru allir ráðh. í n., svo að þeir verða fyrir barðinu á aðfinnslum hv. þm., og veit ég þó, að hann mundi hafa viljað hlifa þeim. Þetta sýnir, að honum er enn kærara að höggva til andstæðinga en hlífa samherjum. Og þetta sýnir vel hvernig hv. þm. mundi höggva, ef eingöngu væri um andstæðinga að ræða, þegar hann heggur svona, þótt allir meðlimir hans eigin stj. eigi líka í hlut. Hann vildi vinna til að höggva í þá, til þess að ná til þessara tveggja eða þriggja sjálfstæðissalna, sem í n. voru. Ég er ekki svo kunnugur þessum málum, að ég geti mjög um þau talað. En um þessar gjafir, sem hann nefndi, get ég sagt, að ég man eftir, að nefndarmönnum voru gefnir einhverjir diskar og hnífapör úr Alþingishátíðardraslinu, og ég veit ekki betur en það hafi forsetar þingsins gert, en ekki n. sjálf. Ef þetta er skakkt, þá leiðréttir það einhver. (HJ: Plöggin sýna það ekki). Þau sýna það ekki, en ég hygg, að það sé svona. Þá nefndi hann fót til eins nefndarmannanna, og það er held ég rétt. í n. var einn utanþingsmaður, bláfátækur, og hann fékk eitthvað fyrir fót til að geta verið nógu „finn“ á alþingishátíðinni, og svo fékk hann einhverja þóknun fyrir atvinnumissi. Þetta var jafnaðarmaðurinn í n., og bar honum engin skylda til að inna þetta starf af hendi, þar sem hann var ekki þm. — Mér finnst, að í öllu því sukki, sem hefir átt sér stað í fjármálum landsins á arinu 1930, sé mjög undarlegt, að hv. þm. V.-Húnv skuli telja mesta þörf á að tala um þetta, og ég veit það af mínu samstarfi við hv. þm., að það er ekki hans skoðun, að hér sé mest þörf að atelja. (HJ: Í sambandi við það, sem hv. þm. sagði). Þetta voru þau orð, sem hv. þm. V.-Húnv. lét fylgja þessum reikningi, sem hann sjálfur hefir verið endurskoðunarmaður að. Annars er það auðvitað, að þessi alþingishátíðarnefnd var talsvert dýr. Það vita allir og þingið hafði sjálft viðurkennt nauðsynina á því og veitt til þess í fjáraukal. 500 þús. kr. á árinu 1930, og það er ekki víst, að sá alþingishátíðarkostnaður, þ. e. a. s. þær aðgerðir, sem n. hafði með höndum, hafi kostað meira, því að ég reikna ekki með alþingishátíðarkostnaði þær aðgerðir, sem hæstv. dómsmrh. lét gera á Þingvöllum, flutninga húsa, bygging brúar og vegar o. a. þ. h. Slíkt var ekki nauðsynlegt hátíðarinnar vegna, og tel ég það því ekki með kostnaði við hana, þótt það sé talið þar í LR. Það er rétt, sem hv. þm. V.-Húnv. sagði um Arnarhólstúnið. Það, sem fyrir okkur vakti, var að leiða athygli að því, að ríkið á þarna lóð, sem er metin á 1 millj. kr. og ekkert hefst upp úr. En samt er ríkið ár eftir ár að kaupa mjög dýrar lóðir undir opinberar byggingar, og stundum án þess að gera nokkuð við þær. Vegna þessa ráðleysis vildum við benda á, að ríkið á þarna nægilega stóra lóð til afnota fyrir sig; en svar hæstv. stj. er alveg úr öfugri átt og kemur ekkert nærri því, sem var meining okkar. Ég er samþykkur hv. þm. V.-Húnv. um það, að það hafi verið hin mesta heimska að kaupa lóð undir símastöðina hér í miðbænum, þegar landið átti eins vel setta lóð og Arnarhol. Ég veit ekki vel, hvað lóðin undir símahúsið hefir kostað, en hygg, að hún hafi kostað talsvert á annað hundrað þús. kr. Það er ekki ennþá kominn reikningur yfir byggingu símastöðvarinnar, en ég geri ráð fyrir, að sá kostnaður verði talinn í næsta LR., því að hann er ekki að neinu leyti talinn í þeim LR., sem nú liggur fyrir. Verði þessi kostnaður ekki tekinn í LR 1931, þá er ekki sjáanlegt, að hann komi nokkurntíma í nokkurn LR., og ég vil beina þeirri fyrirspurn til hæstv. fjmrh. sérstaklega, hvort svo eigi ekki að verða, því að annars mun þessi kostnaður, eins og tekið hefir verið fram, aldrei koma í LR. Hefði ég ekki búizt við, að það yrði, myndi ég hafa gert aths. um þetta, og sama tel ég víst, að hv. þm. V.-Húnv. hefði gert, en svo stóð á um símastöðina, að ekki var nærri allur kostnaður á fallinn í árslok 1930.

Þá kem ég að launauppbótinni til héraðslæknisins í Keflavíkurhéraði. Var helzt svo að heyra á hv. þm. V.-Húnv., að hann vildi láta halda áfram að greiða þessum lækni miklu hærri laun en lög ákveða. Ég get fyrir mitt leyti sætt mig við það eftir atvikum, að læknirinn sé ekki látinn endurgreiða þær umframgreiðslur, er hann hefir þegar fengið, en hitt tel ég fullkomna óhæfu, að hann fái framvegis 1200–1500. kr. meira á ári en lög leyfa. Yfirvarp stj. í þessu máli er einskis virði. Það er alls ekki heimilað í stjskr. að greiða mönnum hærri laun, þótt fluttir séu milli embætta, heldur sömu laun. Nú eru hin föstu laun í Keflavíkurhéraði lægri en í Flateyjarhéraði, vegna þess að Keflavíkurhérað er langtum mannfleira og því tekjumeira fyrir lækni, sem á annað borð dugar til síns starfs.

Þá er það annað lögbrot í þessu sambandi, að héraðslæknirinn skuli vera látinn sitja í Grindavík, þar sem nú mun vera búið að byggja yfir hann. Þetta er gert þrátt fyrir það, að þingið er fyrir löngu búið að ákveða með lögum, að læknissetrið skuli vera í Keflavík. Virðist þó svo sem hægt hefði verið að fá lóð þar eins og í Grindavik til að reisa á læknisbústað.

Mér kemur það undarlega fyrir sjónir, ef það er vilji meiri hl. fjhn., að einstakir menn séu teknir út úr og látnir njóta ólöglegra vildarkjara um launagreiðslur. Þetta yfirvarp stj. um flutning milli embætta er ekkert nema tilbúningur, sem fundinn er upp eftir á. Skýringin á þessu atferli er ekki nema ein, og hún er sú, að maðurinn er keyptur til að taka við embættinu. Og nú er helzt að heyra á hv. þm. V.-Húnv. og meiri hl. fjhn., að þeir vilji samþ. þessi mannkaup.

Þá nefndi hv. þm. V.-Húnv. héraðsskólana og sagði, að tveir þeirra hefðu lagt fram tilskilið framlag, og væri þá ekki ástæða til að amast við umframgreiðslum úr ríkissjóði, þótt eftir lögum um héraðsskóla eigi ekki að leggja fram meira fé en fjárlög heimila. Ég get að mestu fallizt á þetta, þótt ég áliti hinsvegar, að þessar umframgreiðslur hefðu ekki átt að eiga sér stað. En einn skólinn, Laugarvatnsskóli, hefir alls ekki lagt fram tilskilda upphæð á móti ríkissjóðsframlagi. Hv. þm. V.-Húnv. tók nú þá léttu aðstöðu að vísa til mín um þetta mál. Þegar reikningar Laugarvatnsskóla kom til okkar yfirskoðunarmannanna í fyrra, voru þeir ekki í því formi, að hægt væri að endurskoða þá. Var því lagt fyrir stj. að gera nýja reikninga. Þeir reikningar komu ekki fyrr en hv. þm. V.Húnv. var farinn heim til sín, og lenti því á mér að endurskoða þá og gera við þá aths. En þótt svona væri, álít ég ekki að hv. þm. V.-Húnv. geti ekki haft neina skoðun um framferði stj. í þessu máli. Ég vil spyrja hann, hvað hann áliti, að gera eigi í málinu. Ég veit, að hér er úr vöndu að ráða. Stj. hefir greitt til skólans í algerðu heimildarleysi yfir 200 þús. kr. meira en nemur framlagi annarsstaðar frá. Þetta er skuld, sem ríkið á hjá skólanum, en telja má víst, að það verði erfitt eða ómögulegt fyrir skólann að greiða þessa gífurlegu fjárhæð. Þingið verður að taka afstöðu til þessa máls, og get ég því beðið átekta. En hvaða afstöðu sem þingið tekur, stendur það eftir óhrakið, að stj. hefir þverbrotið lögin og á sér enga afsökun.

Hæstv. dómsmrh. segir, að skólanefnd hafi keypt hálft Laugarvatn fyrir 16 þús. kr. Þessi upphæð er víst rétt. En síðan vill hann telja hitann sem framlag frá skólans hálfu, og metur hann á 300 þús. kr. Hitinn allur á Laugarvatni er eftir því 600 þús. kr. virði! Ég skal ekki fara langt út í þessa reikninga hæstv. ráðh. Þeir tala sínu máli. En mig langar til að spyrja hv. þm. V.-Húnv., hvað hann álíti að ríkið eigi að selja skólanum á Reykjum hitann á Reykjatanga, eða hve hátt ríkið eigi að reikna Reykholtsskóla hitann í Reykholti. Eign, sem skólanefnd kaupir á 16 þús. kr., á að reiknast ríkinu á 316 þús. kr. Þetta eru meiri féglæfrar og „svindl“ en ég þekki dæmi til úr viðskiptalífinu. Það væri þá helzt, að Kreuger hinn sænski hefði komizt eitthvað í námunda við þetta. (Dómsmrh.: Þessar eignir eiga eftir að vaxa í verði). Já, einmitt það. Hér sýnir hæstv. ráðh. meiri frekju en svo, að hægt sé að taka hann alvarlega. Verður ekki annað séð, en að hæstv. dómsmrh. áliti, að skólinn telji með réttu allmikið til skuldar hjá ríkinu. (Dómsmrh.: Það er gott að eiga þar inni). Kreuger hélt líka, að gott væri að eiga inni hjá hinum og þessum, þegar hann var að fremja vitleysurnar og falsanirnar, sem nú vekja furðu um víða veröld.

Ég vil gjarnan spyrja hæstv. dómsmrh., hvaðan það framlag skólans hafi komið, sem nú er talið í svörum stj., en ekki var talið á reikningum til yfirskoðunarmanna. Þetta framlag á að nema tæpum 99 þús. kr. Ég vil fá skýr og glögg svör um það, hvaðan þetta framlag sé komið. Hver eða hverjir hafa t. d. gefið rúm fyrir 15 þús. kr.? Annars eru svör hæstv. dómsmrh. við aths. mínum um Laugarvatnsskólann svo makalaus, að ég hefi ekki seð annað eins. Það skiptir nattúrlega ekki miklu máli í öllu sukkinu, þótt 1300 kr. hafi týnzt með öllu, enda var engu svarað um það, hvað af þeirri upphæð hefði orðið. Líklega hugsar hæstv. dómsmrh. sem svo, að lítið muni um svona smáupphæðir, en endurskoðunarmenn vilja nú jafnvel fá gerða grein fyrir enn laegri fjárupphæðum.

Svo kemur þessi aðdáunarverða niðurstaða hæstv. dómsmrh., að allar eignir Skálholtsstóls hins forna hefðu að réttu lagi átt að renna til Laugarvatnsskóla ( ! ) Hefir hann fengið fræðimann til að reikna út eignir stólsins, því að sjálfum mun honum hafa verið slíkt verkefni ofvaxið. Telst ráðh. svo til, að Árnessýsla hafi átt allar eignir stólsins. Ég verð þó að ætla, að Skálholtsstifti hið forna hafi náð yfir meira en Árnessýslu, og einnig, að kirkjan hafi fremur verið eigandi stólseignanna en skólastofnun, sem ris upp mörgum öldum síðar. Þetta er svo mikil fjarstæða, að furða er, að maður í ráðherrastóli skuli leyfa sér að bera slíkt fram sem rök, eftir að hafa brotið skýlaust lög, sem hann hefir sjálfur átt frumkvaeði að á Alþingi.

Ég bíð eftir skilríkjum fyrir þessu nýja framlagi og skal vera við því búinn að ræða þau nánar við hæstv. ráðh. En ekki skyldi mig undra, þótt nokkuð draegist, að góð og gild svör fengjust um það efni.

Ég vík þá aftur að hv. þm. V.-Húnv. Hann færði það sem afsökun fyrir því, hve þar reikningurinn væri, hve miklar greiðslur hefðu átt sér stað samkv. lögum og þáltill. Það er rétt, að þessar greiðslur eru háar, og hv. þm. mun hafa nefnt réttar upphæðir. Þessar upphæðir eru fijotar að hækka, þegar t. d. umframgreiðsla á aðeins einum lið nemur millj. Lögin eru ekki heimild lengur, ef farið er fram úr þeirri upphæð, sem þau heimila. Því er heimtuð aukafjárveiting. (HJ: Hvernig var með landsspítalann?). Ég skal koma að honum seinna, en hér á ég við síldarbræðsluverksmiðjuna. Fénu hefir verið ávísað til hennar með tilvísun til laga, en ekki samkv. lögum. þessi röksemdafærsla hv. þm V.-Húnv. er því hreinasta svikamylna. Þessi 1/2 millj. kr. greiðsla styðst alls ekki við nein lög.

Ég held, að stj. hafi aldrei sætt og muni ekki sæta ávítum fyrir það, þótt hún léti ljúka við landsspítalann. Það veldur hækkun á þessum lið á árinu 1930, að þar eru taldar um 300 þús. kr., sem áttu að færast á LR. 1929, eins og ég tók fram á þinginu í fyrra.

Hv. þm. V.-Húnv. sagði, að reikningurinn væri skýrari nú en áður. En þess er að gæta, að reikningur sá, er hér liggur fyrir, er að langmestu leyti eftir gamla forminu. Að því leyti, sem farið er eftir hinu nýja formi, er hann verri og óljósari en áður. Sérstaklega á ég hér við hinar svo kölluðu „eignahreyfingar“, þar sem verið er að gera tilraun til að dylja útgjöld ríkissjóðs. Orðið er í sjálfu sér einnig óheppilegt, því að fasteignir a. m. k. munu sjaldan hreyfast mikið. En hvað sem því líður, getur ekki verið rétt að telja það eignahreyfingu, þótt eitthvað sé gert við fasteign, sem ríkið á. Það er ekki annað en eðlilegt viðhald.

Rekstrarreikningurinn sýnir bezt, hve hægt er að komast að villandi niðurstöðu eftir hinu nýja formi, þar sem hann synir tekjuafgang, þótt 61/2 millj. kr. tekjuhalli sé á ríkisreikningnum. Sérstaklega er það fjárstætt, að sleppt skuli vera þar afborgunum af skuldum ríkissjóðs. Ég get ekki séð, hvernig á að reka ríkisbúskapinn án þess að borga af skuldum. Afborganir af skuldum verða jafnvel að ganga fyrir flestum öðrum greiðslum ríkisins. Þessi reikningur gæti heitið ágóða- og hallareikningur, en ekki rekstrarreikningur, því að á rekstrarreikningi verður að taka öll óhjákvæmileg gjöld til að annast rekstur ríkishúskaparins.

Ég skildi ummæli hv. frsm. svo, að meiri hl. n., og því öll n., væri sammála öllum till. yfirskoðunarmanna, og bið ég hann að leiðrétta, ef ég hefi ekki skilið hann rétt. Ég dreg af þessu, að n. sé sammála okkur um að vísa þeim liðum til aðgerða Alþingis, sem við höfum gert till. um, að vísað væri þangað. Ef þetta er réttur skilningur, er ekki astæða til að deila um greiðsluna til tollstjórans í Reykjavík, og get ég því sleppt að minnast á það atriði.

Hér liggja fyrir tveir reikningar í raun og veru, annar frá stj., en hinn frá Pétri Þórðarsyni, og er allmikill munur á, því að á reikningi P. Þ. eru 38 millj. kr., en þetta frv. hljóðar um 25,7 millj. kr. Ég geri ekki ráð fyrir, að reikningur P. Þ. komi til atkv. en þó skal ég játa, að ýmislegt er vel athugað í upplýsingum hans og niðurröðun, enda mun P. Þ. hafa lagt mikla vinnu í að semja reikninginn. Ástæðan til þess, að P. Þ. hefir samið þennan reikning, er auðvitað sú, að hann hefir verið óánægður með það form, sem nú er á reikningnum, enda álít ég, að hægt væri að hafa reikninginn skýrari en hann er nú, en af því að þetta er síðasti LR., sem verður eftir eldra fyrirkomulaginu, fer ég ekki út í gagnrýni á formi hans nú. Ég mun bíða átekta og sjá, hvernig LR. lítur út í hinu nýja formi, en ég vil endurtaka, að það er gersamlega óhæfilegt, að hvorki útvarpsstöð né símastöð komi nokkru sinni á LR., og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að slík reikningsfærsla verði við höfð.

Hv. frsm. meiri hl. kvað svo að orði um lántökurnar 1930, að lánin væri öll tekin samkv. vilja Alþingis. Þessa staðhæfingu vij ég ekki viðurkenna. Það má segja, að lánin séu tekin eftir heimild frá Alþingi, (HStef: ég sagði það.), en þar með er ekki sagt, að sjálfsagt eða rétt hafi verið að nota þessar heimildir. Mér er óhætt að fullyrða, að hefði þingið vitað, að tekjur færu svo fram úr áætlun sem raun varð á, hefði það aldrei veitt allar þessar heimildir, og það er aðalatriðið.

Þá er það skiptingin á lanunum, sean hér er í reikningnum á hls. XVI. Hún er í raun og veru alveg fráleit og getur ekki verið gerð til annars en til að gera LR. sem lægstan, því að þar er talið, að útvarpsstöðin hafi fengið 620200 kr. og að til byggingar landssímastöðvarinnar hafi farið 950500,80 kr., eða m. ö. o. til beggja stöðvanna h. u. b. 1,5 millj. En þessar upphæðir hljóta að hafa farið í gegnum reikninga ríkisins; annað er óhugsandi. — Svipað er að segja um stofnfjárlán Landsbankans, hlutafé Útvegsbankans og það, sem Búnaðarbankinn fékk. En þrátt fyrir það, þótt allt þetta sé talið að hafa farið utan við ríkissjóðinn, eru samt 6 millj. kr., sem hafa farið inn í hann.

Ég er alveg samþykkur því, sem hv. frsm. sagði viðvíkjandi þessu, og svo því, sem kemur fram hjá endurskoðandanum Pétri Þórðarsyni, að það rétta hefði verið að taka alla lánsupphæðina upp í LR., en við það hefði hann hækkað stórkostlega. (Forseti: Þar sem ég býst við, að hv. þm. eigi allmikið eftir af ræðu sinni, vildi ég beina því til hans að geyma sér niðurlagið þar til síðar, með því að hinn venjulegi fundartími er nú þegar liðinn). Ég á allmikið eftir af ræðu minni og mun því verða við tilmælum hæstv. forseta. [Frh.].