11.03.1932
Neðri deild: 26. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 93 í C-deild Alþingistíðinda. (2866)

87. mál, innflutningur á kartöflum o. fl.

Frsm. (Pétur Ottesen):

Hv. 3. þm. Reykv. hefir verið alllengi að melta það svar til mín, er hann flutti hér við þessa umr. Þó virðist svo sem það hafi ekki eftir allan þennan langa meðgöngutíma verið fyllilega melt. Það er erfitt að skilja ástæður hans fyrir því að vera á móti því, að stigið sé verulegt spor í þá átt að spara landinu um 400 þús. kr. árlega greiðslu til útlanda, þegar það er augljóst, að allt þetta fé rynni annars til aukins atvinnurekstrar í landinu. Frá sjónarmiði hans og hans flokks, eins og annara, ætti það að vera mjög æskilegt ég þess vert, að stutt væri að því, að þetta fá gengi til innlendrar kartöfluframleiðslu í stað þess að verja því til kaupa á kartöflum frá útlöndum. Hv. 3. þm. Reykv. er hér að berjast á móti aukinni atvinnu í landinu, en heimtar þó samtímis, að úr ríkissjóði sé lagt fram fé til atvinnubóta. Það kemur fram í þessu hin mesta mótsögn hjá þessum þm. Þá var það hv. 2. þm. Reykv., sem gekk hér allrækilega til verks. Af 8 gr. frv. lagði hann til, að felldar væru burt úr frv. allar nema 3, og ef litið er á efni frv., þá var það aðeins ein gr., sem mátti standa að hans dómi. Það verður að telja, að það gæti varla minna verið, úr því að hann á annað borð gekk þá ekki svo hreint til verks að leggja til að fella frv., sem ég hygg nú, að hafi verið hjarta hans næst að gera, og það er auðheyrt á öllu, að hann gerir sér allt far um það að gera þá það, sem eftir er af frv., svo tortryggilegt sem hann getur.

Hv. þm. hélt, að við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í landbn. hefðum látið fleka okkur til að flytja þetta frv., og vildi halda því fram, að við gengjum með því í berhögg við stefnuskrá flokksins um frjálsa verzlun. Þetta er hinn mesti misskilningur. Hvað afstöðuna til þessa mals snertir, þá er það auðséð, að hv. þm. hefir fylgzt illa með í því, sem gerzt hefir á þingi hér undanfarið. Hefði hann fylgzt með í því, sem gerzt hefir í þessu efni, þá mæti konum vera ljóst, að ég hefi þing eftir þing borið fram till., sem miða að því að styðja og efla innlenda framleiðslu, bæði með tollvernd og á annan hátt. Það er mín bjargfasta skoðun, að það séu hyggindi, sem í hag koma, að byggja afkomu okkar að svo miklu leyti sem hægt er á innlendri framleiðslu, spara okkur kaup á þeim vörum frá útlöndum, sem hægt er að framleiða í landinu. Stuðla að því, að þær milljónir króna, sem árlega fara út úr landinu fyrir vörur, sem hægt er að framleiða og framleiddar eru hér á landi, renni í þess stað beint inn í atvinnurekstur landsmanna sjálfra, og styðja þannig og tryggja atvinnulíf og afkomu þjóðarinnar. Þetta er í fullkomnu samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem vill veita borgurum þjóðfélagsins sem bezta aðstöðu til þess að vinna að bættum þjóðarhögum. Menn eru að tala hér um verndartollastefnuna sem hættulega fyrir okkur í sambandi við viðskipti okkar við önnur lönd; það er bezt að athuga þá, hvernig umhorfs er með öðrum þjóðum í þessu efni. Við þurfum ekki annað en að líta til Englendinga. Þeir menn þar í landi, sem undanfarið hafa staðfastlega haldið fram frjálsu viðskiptafyrirkomulagi, hafa nú í seinni tíð talið sig knúða til þess að aðhyllast verndartolla og haftastefnu í viðskiptamálum og knúð fram ráðstafanir, sem ganga í þessa átt. Nú er almennt upp tekin sú stefna í viðskiptamálum þjóðanna, að vernda innlenda framleiðslu og iðnað, og þetta gildandi lögmál krefst þess, að þær þjóðir, sem skipti eiga saman, verði allar að fylgja því lögmáli. Það er rás tímanna, sem ekki verður á móti staðið. Aðeins það, að tollastefna þeirra þjóða, sem við eigum viðskipti við, hlýtur að minnka okkar kaupgetu, ef ekkert er að gert, ætti að verða til þess, að við lekum okkur ekki að því að kaupa þær vörur frá útlöndum, sem við getum framleitt í sjálfu landinu. Og það er einmitt mjög eðlilegt, að þeir tímar, sem við nú lifum á, gefi þeirri stefnu, sem vill hlíta að innlendum atvinnuvegum, byr í seglin, og hvað mig snertir, er það mjög fjarri, að ég þurfi að hvika frá mínum fyrri skoðunum til þess að ljá þeirri stefnu fylgi, eða að ég hafi látið teymast til þess að fylgja þessu frv., því að í því tilfelli stend ég öðrum hv. nefndarm. að minnsta kosti jafnframarlega. Ef til vill má það teljast dálítið seinheppilegt hjá hv. 2. þm. Reykv. að vera að reyna að brýna okkur hv. 2. þm. Skagf. með því, að við séum að svíkja stefnu okkar flokks samtímis því, sem hann stendur upp og lýsir yfir því, að hann geti alveg skrifað undir skoðanir hv. fulltrúa kommúnista, sem hann kallar svo hér í hv. d.

Hv. þm. hélt því fram, að bann gegn innflutningi á erlendum kartöflum byggist ekki á þörf, því að það muni hvorki auka markaðinn fyrir íslenzkar kartöflur neyta undir menn til þess að auka framleiðsluna. Þetta er hinn mesti misskilningur hjá hv. þm. Jafnhliða því, sem landbn. flytur þetta frv., flytur hún og annað frv. um kartöflukjallara og markaðsskala. Samkv. því frv. á að koma hér upp öruggri kartöflugeymslu. Eins og nú er koma allar kartöflurnar á markaðinn á sama tíma, og það er vitanlega mjög takmarkað, hvað hægt er að selja af þessar í voru á örskömmum tíma. Fólk í kaupstöðum hefir almennt ekki ástæður til að kaupa mikið í einu, verður að kaupa þessa voru eins og aðrar nauðsynjar undir hendinni. Með samþykkt frv. um kartöflukjallara og þessu frv. er stigið svo stórt spor í þessu máli, að þess verður ekki nema örskammt að bíða, að við getum fullnægt öllum okkar þörfum í þessu efni, og væri það mikill fjárhagslegur gróði fyrir landið. Og við það að létta undir með flutninga á íslenzkum kartöflum til þeirra landshluta, sem nú nota mest útlendar kartöflur, álítum við, að þeim vinnist álit, og að það verði síðan krafa þeirra, er kynnast okkar góðu kartöflum, að fá að hafa þær fremur en útlendar, en sjálfsögð afleiðing af því yrði auðvitað aukin ræktun. Þess vegna álít ég, að ef þetta frv. er athugað með góðvild og skilningi, þá liti það út fyrir að verða heilladrjúgt spor í áttina til aukinnar ræktunar í landinu og sparnaðar á fjármunum þjóðarinnar, svo að stórfé nemur. Ég held, að afstaða þessa hv. þm. til frv. sé sprottin af því, að hann hafi ekki notað sína góðu skynsemi til þess að skilja málið, og ekki heldur litið á það með nægilegri velvild, úr því að hann gat komizt að þeirri niðurstöðu, að frv. væri bæði tilgangslaust og gagnslaust. Hitt, að hv. þm. heldur því fram, að frv. sé fram komið til þess að hækka verið kartaflnanna, er einber misskilningur og ástæðulaus tortryggni. Þessi vara verður vitanlega eftirleiðis eins og hingað til seld af mörgum framleiðendum í samkeppni, og mundi sú samkeppni stofna heilbrigt og sanngjarnt verð á þessari vöru, eins og öðrum vörum, sem seldar eru á frjálsum markaði, og við hv. þm. erum þó alltaf sammala um það, að samkeppninni sé bezt trúandi til þess að skapa sanngjarnt verið. Hv. þm. hélt því fram, að bannið gæti leitt til skorts á kartöflum. Hann treystir ekki Búnaðarfélagi Íslands til þess að gæta skyldu sinnar í þessu efni. Ég álít, að Búnaðarfélagið mundi fara greinilega eftir vilja löggjafans í þessu efni og láti ekki bann gegn innflutningi standa lengur á hverjum stað en meðan nógar eru birgðir af þessari vöru. Ég ber fullt traust til Búnaðarfélags Íslands, að það fari vel með sitt vald í þessu efni og breyti fullkomlega eftir ákvæðum frv., ef það verður að lögum, og er því ótti hv. þm. í þessu efni gersamlega ástæðulaus. Svo ætla ég nú að vona, eftir að ég er nú búinn að útlista það fyrir hv. þm., á hvern hátt þessi væntanlegu lög muni verka, að þá verði honum ljóst, að þau muni ná því takmarki, sem hann hefir lýst yfir, að hann teldi þó þýðingarmikið, sem sé því, að Íslendingar geti orðið sjálfum sér nógir á þessu sviði, og þá vil ég vona það, að hv. þm. falli frá öllum limlestingum á frv. og taki sínar brtt. aftur, enda mun hann hvort sem er verða sannspár um það, að þær verði felldar í hv. þd. og sýnist þá eins gott fyrir hv. þm. að taka þær til baka eins og að láta d. gefa þeim verðugan reisupassa.

Frá hv-. þm. Rang. liggja fyrir brtt. við frv. hér í hv. d. Á efni þeirra var lítillega minnzt við 1. umr. af hv. 2. þm. Rang., en fyrir brtt. sjálfum hefir ekki enn verið talað, en ég sé að hv. flm. brtt. hefir nú kvatt sér hljóðs og bíð því með að lýsa afstöðu n. til þeirra.

Að öðru leyti get ég nú látið staðar numið í þetta sinn. Þeta frv. er eins og og minntist á fyrr í þessari ræðu annar liðurinn í till. landbn. í þessu máli. Það er spor í áttina til þess, að við Íslendingar getum orðið sjálfum okkur nógir og hurfum ekki að greiða stórar fúlgur fjár út úr landinu af hinu laga söluverði íslenzkra vara fyrir þær vörur, er við sjálfir gætum framleitt nægta nóg af.