25.04.1932
Neðri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 216 í C-deild Alþingistíðinda. (2985)

28. mál, almannafriður á helgidögum

Vilmundur Jónsson:

Ég þarf ekki að mæla með þessari brtt. á þskj. 473. Hún skýrir sig sjálf. En ég vil geta þess viðvíkjandi aths. hv. frsm., að engin ástæða mun til að banna með lögum, að smærri skip en togarar stundi veiðar á stórhátíðum, því að það mun ekki tíðkast. Hinsvegar skiptir það raunar engu máli, því að það, sem ekki er gert, er engum óhagur í, að sé bannað.