11.04.1932
Efri deild: 48. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í D-deild Alþingistíðinda. (3228)

23. mál, milliþinganefndir um iðjumál og iðnað

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Hin sérstaka n., sem þessi hv. d. kaus til þess að athuga þessa þáltill., hefir skilað nál. á þskj. 306. N. hefir borizt bréf frá iðnráði Reykjavíkur, þar sem iðnráðið gerir grein fyrir því, að það telur óþarft, að n. sé falið sérstaklega að endurskoða iðnaðarlöggjöfina; það telur, að endurskoðun á henni hafi farið fram af iðnráði Reykjavíkur og að till. um breyt. á þeirri löggjöf liggi fyrir, og að því máli muni ekki verða ráðið betur af mþn. en af þeim aðilum, sem þar að hafa unnið. Hinsvegar leggur iðnráðið til, að n. verði skipuð, og lagði fyrir n. brtt., sem n. tók að mestu leyti til greina.

N. telur, að rétt sé að samþ. þessa till. og að verkefni sé nægilegt fyrir mþn., þó dálítið sé dregið úr því frá því, sem upphaflega till. ætlaðist til.

Ég sé svo ekki ástæðu til að gera frekari grein fyrir breyt. þeim, sem n. gerir við till., því þær eru allar sprottnar af þeim ástæðum, sem ég nú hefi skýrt frá; og n. hefir fallizt á það einróma að taka til greina þær skýringar, sem iðnráðið gaf henni, og till. þess að mestu leyti. Þess vegna hefir n. lagt til þær breyt., sem hún ber fram á þskj. 306, og um leið, að fyrirsögninni verði breytt svo, að hún verði í nokkru meira samræmi við innihald till. eins og það verður, ef brtt. n. verða samþ.