15.04.1932
Efri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 103 í D-deild Alþingistíðinda. (3255)

23. mál, milliþinganefndir um iðjumál og iðnað

Jón Baldvinsson:

Mér finnst, að gengið sé inn á nýja braut, ef á að láta þær stéttir, sem tilnefna menn í n., kosta þá.

Það var rangt hjá hv. 1. þm. Reykv., að ég hafi sagt, að hver nm. ætti að fá 2000 kr. Samkv. brtt. okkar hv. 3. landsk. á allur kostnaður við störf n. ekki að verða meiri. En ef kaupa ætti aðstoð vísindamanna, þá sagði ég, að ekki mundi veita af miklu fé. Og þá mundi allt kaupið ekki hrökkva til. En mér virtist hv. 1. þm. Reykv. upplýsa alveg nýtt í málinu. Hann taldi, að n. gæti látið fram fara hverja þá rannsókn, er hún vildi, á kostnað ríkissjóðs. — Þá gæti nú kostnaðurinn orðið átakanlega mikill. En mér hefir ekki skilizt það, að hv. deild ætlaðist til þess.