10.03.1932
Neðri deild: 25. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 788 í B-deild Alþingistíðinda. (327)

4. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Frsm. 1. minni hl. (Magnús Jónsson) [óyfirl.]:

ég hefi gefið út sérstakt nál. á þskj. 108. Það byrjar á því, að ég geti fallizt á, að sanngjarnara sé að haga bifreiðaskatti á þann veg, er frv. fer fram á, ef bifreiðaskattur eigi að haldast. En þetta „ef“ hefði eiginlega þurft að prenta með feitu letri og upphafsstöfum líka, því að það merkir, að ég hefði langhelzt viljað, að skatturinn felli niður með öllu. Mín skoðun er sú, að það sé leitt að þurfa að skattleggja einu brúkanlegu samgöngurnar, sem við höfum á landi.

Ég hefi borið fram nokkrar brtt. við frv., sem aðallega má skipta í tvo flokka, annarsvegar við 1. gr. frv., er snertir hæð skattsins og fyrirkomulag, og hinsvegar við 8. gr., um skiptingu hans. Fyrri till. eru ofureinfaldar. Þar er ekki um annað að ræða en lækkun skattsins um helming. Þar er reyndar líka tekinn upp þungaskattur á vörubifreiðar, 1 kr. árlega af hverjum fullum 100 kg. af þunga þeirra. Mér er sagt, að þetta nemi um 10–12 kr. á bifreið. Þessi till. stendur í sambandi við það, hvernig skipta á skattinum, eftir till. mínum, og ég vil ekki taka þann skatt upp nema skipting skattsins verði eins og ég vil.

Ég hefi reiknað það út, hverju skatturinn muni nema samkv. till. mínum, og reiknast mér það vera liðlega 200 þús. kr. Hann hækkar því dálítið frá því, sem nú er, og er það út af fyrir sig gagnstltt grundvallarstefnu minni. En ég hefi gert þetta til að laða frekar til samkomulags um málið.

Þa vildi ég minnast nokkuð á brtt. mínar við 8. gr. frv. Hv. meiri hl. n. hefir ekki viljað sætta sig við þá skiptingu skattsins, sem frv. fer fram á. Breytingar hennar eru því fremur smávægilegar, en brtt. þær, sem ég ber fram, gerbreyta grundvelli frv. Þar er sem sé farið fram á, að skattinum skuli ekki aðeins skipt milli þjóðvega, heldur einnig milli sýsluvega, og að bæirnir fari ekki varhluta af þessum skatti, heldur verði allur skattur af bifreiðum látinn renna til malbikunar og annara haldgóðra aðgerða í þeim lögsagnarumdæmum, þar sem þær eru skráðar. Og ennfremur, að skipting skattsins fari eftir tegund hans. lnnflutningsgjaldi af benzíni skal varið til viðhalds og umbóta á akfærum þjóðvegum, en þó skal a. m. k. 20% af þessnm skatti varið til þess að malbika þjóðvegakafla, þar sem umferð er mest. Mér telst svo til, að þessi benzínskattur verði, samkv. mínum till., 120 þús. kr. Aftur á móti innflutningsgjald af hjólabörðum, gúmmislöngum o. s. frv. ætlast ég til, að fari til viðhalds og umbóta akfærra sýsluvega, og reiknast mér svo, að þessi skattur nemi 40 þús. kr. Ég sé það ekki af frv., að það sé rétt, sem hv. frsm. meiri hl. sagði, að skattur þessi væri bundinn við viðhald akfærra sýsluvega. Þar stendur bara, að hann skuli renna til akfærra sýsluvega, en ekki bundið við umbætur og viðhald. En það tel ég nauðsynlegt að binda í l., og ennfremur hefi ég fellt niður gjald það frá sýslufelögunum sem í móti átti að koma. En megintill. er þó sú, að öllum þungaskatti skuli varið til malbikunar gatna í heim bæjum eða lögsagnarumdæmum, þar sem bifreiðarnar eru skráðar. Hv. frsm. meiri hl. drap á það, að ósanngjarnt væri að verja þessum skatti til viðhalds gatna í bæjum, sem ekki stæðu eða gætu staðið í sambandi við vegakerfi landsins, og henti í því sambandi á Siglufjörð, Ísafjörð og þó fyrst og fremst Vestmannaeyjar. Um þetta er það að segja, að þótt bæir séu svo settir, að þeir standi í sambandi við vegakerfi landsins, fer þó langmest umferð bifreiða þeirra, sem skrásettar eru í bænum, fram innanbæjar. Þetta mun þó vera mest áberandi um Rvík; af heim 382 vörubifreiðum, sem hér eru skrásettar, fer mjög mikill hluti aldrei út úr bænum. Ég tel það ekki, þó að fyrir komi, að félög, sem mikið nota bifreiðar, setji kassa ofan á þær einu sinni á sumri hverju og aki með starfsfólk sitt upp í sveit, en fari svo ekki framar út úr bænum. Mér hefir verið sagt; að frá sumum bæjum, sem hafa þétt vegakerfi út frá ser, t. d. Akureyri, fari bifreiðar talsvert út úr bænum, en þó mun aðalstarfssvið þeirra vera innan lögsagnarumdæmisins.— Ég vil í þessu sambandi henda hv. þdm. á göturnar í Rvík. Það er bersýnilegt, að hér dugir ekkert annað en malbikun, steinsteypa eða álíka haldgóð efni. Það er víða svo, að þegar komið er af vegunum á göturnar hér í Rvík, að göturnar eru verri en vegirnir, enda ætti hver maður að sjá, að götur með venjulegum ofaníburði, standast alls ekki þá umferð, sem hér er. Ég þekki einna bezt götuna, sem ég bý við, Laufásveginn. Hann er alloftast illfær bílum, og þarna verða þó mörg hundruð bíla að fara um daglega. Það er ábyggilega engin ósanngirni í þeirri kröfu, ef á að fara að leggja háan skatt á bifreiðar, að þá verði hann látinn ganga til þess að viðhalda þeim götum, er bifreiðarnar fara mest um. Skattur af reykvískum bifreiðum á auðvitað að renna til viðhalds reykvískra gatna. Ég skal ekki segja, að ekki mætti koma þessu svo fyrir, að ákveðin % af skattinum rynnu til hinna ýmsu bæja- eða lögsagnarumdæma, en hin aðferðin, sú, sem ég hefi bent á, er ólikt auðveldari, sem sé að láta upphæð þá, sem hver bær eða lögsagnarumdæmi fær, miðast við tölu bifreiðanna, sem skráðar eru þar. Mér telst svo til, að samkv. þessum till. mundi t. d. Mýrasýsla fá 1200–1220 kr. til malbikunar á þjóðvegum, auk þess sem hún kynni að fá til viðhalds sýsluvega af hjólabarðaskattinum. þetta fyrirkomulag bætir alveg úr fyrir Vestmannaeyjum og Siglufirði. Svo að engin sérákvæði þarf um þá bæi; ef þeir greiða mikinn skatt af bifreiðum sínum, er sanngjarnt, að þeir fái talsvert til aðgerða á vegum sínum.

Að svo mæltu ætla ég ekki að mæla fleira fyrir þessum till. mínum. Þær eru ef til vill of nýstarlegar til þess að ná samþykki hv. d., en hvað um það, þá eru þær ekki ósanngjarnar.