19.02.1932
Neðri deild: 5. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 645 í C-deild Alþingistíðinda. (3610)

15. mál, fimmtardómur

Magnús Guðmundsson:

Hæstv. dómsmrh. neitaði, að um kala væri að ræða hjá sér til hæstaréttar. Ég ætla ekki að karpa um það við hann, en ef hann trúir því, þá er hann áreiðanlega eini maðurinn landinu, sem trúir því. En þeim, sem lesið hafa skrif hans um hæstarétt bæði fyrr og síðar, blandast ekki hugur um hugarhel ráðherrans til réttarins.

Hæstv. ráðh. talaði um viðskipti okkar þinginu 1928, viðvíkjandi lögunum um lögreglu- og dómsmálastjórn Rvík. Ráðherrann fór hér mjög skakkt með, svo sem hans er vandi. Hann lagði þá aðaláherzluna á sparnaðarhliðina, samfara umbótum á rekstri embættanna. Ég sýndi fram á, að þessi breyt. yrði þvert á móti til aukins kostnaðar, og það hefir reynzt rétt og nemur kostnaðaraukinn miklu fé.

Það dettur sjálfsagt engum manni hug að neita því, að með skiptingu bæjarfógetaembættisins Rvík hafi ýmislegt unnizt framkvæmd þessara starfsgreina. En þetta nýja fyrirkomulag er langtum dýrara en það gamla. Sparnaðurinn, sem hæstv. dómsmrh. talar um, að orðið hafi, er enginn, en aftur á móti aukinn kostnaður. Ef við lifum það að sjá LR. fyrir 1930 koma dagsljósið hér þinginu, sest það bezt, að kostnaður við umrædd embætti Rvík hefir tvöfaldazt við það, sem áður var, tölurnar sýna þetta mjög greinilega. Og eitthvað hefir ráðherrann þótzt þurfa að bæta lögreglustjóra fyrir hans starf, þar sem ráðh. bætir við laun hans 10 þús. kr., laun þessa manns, sem ráðherrann sagði áður, að hefði haft 80 þús. kr. laun á ári. Þetta vil ég taka greinilega fram, og það er þýðingarlaust fyrir hæstv. ráðh. að reyna að dylja þessa staðreynd með blekkingum.

Þessi embættisrekstur, eins og hann er, er mjög dýr, og það væri ekki vanþörf á að finna leið til þess að spara eitthvað á honum. Það er vitanlega ekki rétt, að lögreglustjóri hafi haft 80 þús. kr. laun, eins og ráðh. hélt eitt sinn fram, en hann hafði vissulega svo þá laun, að óþarfi var að bæta þau upp.

Ég held, að ég láti það vera að þessu sinni að rifja upp deilu okkar hæstv. dómsmrh. frá 1928, því ég tel, að það muni ekki verða til neinnar uppbyggingar við þessar umr. Það er auðvitað hægt að bæta margt og á ýmsum sviðum, þegar nógir eru peningar. Svo hefir verið undanfarin ár, og ýmislegt hefir að sjálfsögðu verið lagað, en nú er svo komið, að það er ekki lengur hægt að ausa fé. Það er háttur ráðleysingja, ef þeir komast yfir eyri að eyða honum þegar stað; hitt er hygginna manna háttur að safna varasjóði til vondu áranna, en það er eins og þessi kenning sé greinilega hulin hæstv. ráðh.

Ég get ekki gert eins mikið úr deilu í Danmörku, eins og ráðh. vildi gefa í skyn, milli dómsmrh. þar og hæstaréttar. Ég hygg, að það sé miklu fremur deila flokkanna innan þingsins um ýmislegt, er snertir hæstarétt, deila, sem rétturinn sjálfur stendur utan við.

Þá hélt hæstv. ráðh. því fram, að það væri skortur á þjóðlegri tilfinningu hjá mér, að ég vildi ekki aðhyllast fimmtardómsnafnið. Það má sjálfsagt um það deila, hvort þetta er rétt hjá hæstv. ráðh., en ég ætla ekkert að fara að metast við hann um það, hvor okkar sé þjóðlegri. En ég verð að segja, að það eitt sýnir ljóslega, hve þetta fimmtardómsnafn er óheppilegt, að hæstv. ráðh. skuli leggja til að lögleiða alveg ranga þýðingu á nafninu á erlent mál, svo að aðrar þjóðir geti skilið, við hvað er átt.

Hann minntist á það, að ég hefði á sínum tíma greitt atkv. með Landsbankalögunum, þar sem heiti bankans væri þýtt. Já, en það er rétt þýtt og það er aðalatriðið. Í þessu frv. er um ranga þýðingu að ræða. Það gerir muninn.

Ég verð að segja, að það gladdi mig að heyra skýringu hæstv. ráðh. á 8. gr. frv., um að 60 ára aldurstakmarkið væri aðeins til þess að miða við inntöku dómara í réttinn, og að dómarar réttinum megi verða svo gamlir sem vera vill. Ef þessi er meining frv., þá er óþarft að deila um það atriði, en þá verður að breyta orðalagi gr., svo að skiljist, hver tilætlunin er. Það er sem sé auðsætt, að ef þessi skilgreining hæstv. dómsmrh. um 60 ára aldursákvæðið 8. gr. er rétt, þá mætti alveg eins álykta eftir orðalagi gr., að sá dómari fimmtardómi, sem t. d. missti mannorð sitt, gæti haldið áfram að vera dómari réttinum, af því að hann hafði óflekkað mannorð, er hann kom inn í réttinn, en enginn mun þó vilja halda því fram. — Það er auðvelt að sýna það á skjölum og undirbúningi þessa frv., að þetta var ekki meiningin upphafi, að leyfa dómurum yfir 60 ára setu fimmtardómi, og að ráðh. er hér að snúa aftur frá því ráði að gera dómarana ræka úr réttinum, þegar þeir eru orðnir sextugir, sjálfsagt af ótta við kostnaðinn og mótstöðu sinna flokksbræðra.

Viðvíkjandi Lárusi H. Bjarnason þótti ráðh. Það mjög leiðinlegt, að hann skyldi fara úr hæstarétti vegna lasleika. En það var einmitt ráðh., sem sjálfur bægði honum frá réttinum, og það er ráðh. í lófa lagið nú að gera gott úr þessu með því að skipa hann dómara réttinn aftur. Hann er nú orðinn heill heilsu og frískur eins og unglamb og því sjálfsagður til þess að taka sitt forna sæti, ef hann vill. (Dómsmrh.: Hann kemur sennilega inn fimmtardóminn). Verður þá ekki 60 ára aldursskilyrðið til fyrirstöðu? (Dómsmrh.: Það er nú sennilega annað með hann). Það er gott að heyra, en ég hélt satt að segja, að ráðh. ætlaði ekki að byrja með því að brjóta fimmtardómslögin, og ef hann vildi komast hjá því að brjóta þessi lög strax, þá er það ráðið að skipa Lárus H. Bjarnason þegar fyrir dómara hæstarétti. (BJ: En vill hann taka sæti réttinum?). Ég veit það ekki, en hitt veit ég, að hann vildi ekki fara úr réttinum, og mér þykir það líklegt, að hann mundi vilja taka sæti aftur honum.

Þá er það val dómaranna sjálfra á manni réttinn eins og hæstv. ráðh. orðaði hugsun sína. Það er ekki rétt, að þeir velji dómara réttinn, en það er hægt að segja, að þeir hafi neitunarvald, en þó ekki gagnvart þeim, er dæma rétt eða vel í 3 til 4 fyrstu málunum. Og ef hann dæmir rétt, eða byggir vel dóma sína í þessum fyrstu málum, þá væri það aðeins hlutdrægni, ef dómararnir neituðu honum um upptöku réttinn, en fyrir slíku er. ekki ráð gerandi. Ákvæðið um neitunarvald dómaranna er ekkert annað en vernd, öryggi um það að óhæfur maður sé ekki skipaður réttinn. En svo er ráðh. alls ekki skyldugur til þess að taka þann mann, sem rétturinn telur hæfan, því hann getur látið fleiri menn taka próf. Þessu ákvæði er einmitt svo vel í hóf stillt sem verða má, til þess að koma í veg fyrir það, að pólitísk aðstaða ráðh. geti haft allt of mikið að segja um val dómara.