29.03.1932
Efri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 695 í C-deild Alþingistíðinda. (3653)

15. mál, fimmtardómur

Jón Þorláksson:

Það er satt, sem hæstv. dómsmrh. sagði, að þetta frv. er ekki nýr gestur hér hv. d. Það hefir verið hér á ferðinni nokkrum sinnum áður, og hefir að vísu heldur tekið breyt. til batnaðar, eftir því sem árin færðust yfir það, þar sem smám saman hafa verið numin úr því nokkur hneykslanlegustu ákvæðin, og þar á meðal flest þau, sem fóru í bága við stjskr. En þó sama sem ekkert sé eftir frv. af þvílíkum ákvæðum, þá tel ég með engu móti rétt, að það fari umræðulaust til 2. umr. og n., eins og títt er um meinlaus mál.

Það höfuðákvæði, sem eftir er frv. og öldungis er óhafandi, er það, að leggja skuli niður hæstarétt.

Að vísu hafa þjóðirnar búið við mismunandi reglur um meðferð þjóðmála og þjóðfélagsvalds á ýmsum öldum. En á 18. öld ruddi sú skoðun sér til rúms í heiminum, að meðferð þjóðfélagsvaldsins bæri að skipta þrennt og að þessir 3 hlutar þess ættu að vera hver öðrum sem óháðastir. Á þessari þrískiptingu valdsins er stjskr. okkar byggð og ég held stjskr. allra annara lýðfrjálsra ríkja, sent sé skiptingunni löggjafarvald, umboðsvald og dómvald. En þar sem þetta frv. fjallar eingöngu um einn þáttinn af þessum þrem, dómsvaldið, skal ég ekki fara út skipun hinna tveggja.

Það er viðurkennd regla í öllum menningarríkjum, að dómsvaldið eigi að vera algerlega óháð umboðsvaldinu, eftir því sem hin fjárhagslegu hlið og veiting embættanna leyfir. Og þar sem dómsvaldið er óháð, eiga dómendurnir einungis að fara eftir sinni eigin réttarmeðvitund og lögunum.

Það hefir áður komið fram hér hv. d., og þá frá hæstv. dómsmrh., að dómendurnir ættu að fara eftir almenningsáliti. Þessi regla er hvergi viðurkennd. Hann er þarna að blanda saman l. og dómsvaldinu. Lögin eiga auðvitað að vera eftir almenningsáliti. En eftir þeim lögum, sem almenningsálitið hefir sett, eiga dómstólarnir að dæma, og varðar ekkert um vilja almennings fyrr en sú vilji kemur fram í l. sálfum.

Nú er með þessu frv. þverbrotin þessi grundvallarregla með því að skapa æðsta dómstóli landsins þau kjör, að ef framkvæmdarvaldi eða löggjafarvaldi, það er að segja, ef umboðsvaldi, sem hefir þingmeirihluta, mislíkar við réttinn, t. d. af því, að dómar hans, sem snerta það, hafi gengið því á móti, þá sé þessi réttur lagður niður. Þetta er ekkert betra en ef konungur og framkvæmdarvaldið gerði þá ákvörðun. ef því mislíkaði við Alþingi, að það skuli lagt niður. Það væri nákvæmlega það sama og hér á að gera, því að báðum tilfellum er verið að höggva burt eitt af þeim þrem höfum, sem eru á þjóðfélagslíkamanum.

Ég vil því, meðal annars af þessum ástæðum, undirstrika það, að þetta má ekki gera. Og það er heldur ekki sjáanlegt, að fyrir þær breyt., sem frv. þetta nú gerir á hinum æðsta rétti, sé nauðsyn að hafa þetta ákvæði því, nema til að slá föstu því fordæmi, að ef valdhafi verður óánægður með dóma réttarins, þá verði hann bara lagður niður.

Nú vita menn, að það hefir borið svo að, og ekki farið dult, að sá ráðh., sem dómsmálin nú heyra undir, er mjög óánægður við hæstarétt og fer hann ekki dult með þetta. Það blandast víst ekki neinum hugur um það, að þetta frv. er svar núv. hæstv. dómsmrh. til hæstaréttar út af því, að ráðh. er óánægður með nokkra dóma, sem sá réttur hefir kveðið upp. En ég verð að segja það, að þá er þjóðfélagið að setja sjálft sig í hættu, ef þingmeirihluti lætur hafa sig til þess að leggja niður æðsta dómstól ríkisins, þó að geðríkur maður, sem fer með umboðsvald og orðið hefir fyrir óþægilegum dómum, þykist hafa ástæðu til óánægju. Og það er því meiri óhæfa og enn átakanlegra fyrir þá sök, að það á að fremja þetta á ábyrgð þeirrar stéttar landinu, sem jafnan hefir verið talin tryggast vígi gegn hverskonar byltingum, bændastéttarinnar, sem Framsóknarflokkurinn a. m. k. telur sinn aðalbakhjarl. því að þótt það geti verið, að þetta frv. sé að einhverju leyti flutt með stuðningi jafnaðarmanna, þá er það borið fram af forystumönnum Framsóknarflokksins og því aðallega á ábyrgð þeirrar stéttar er veitir þeim flokki mestan stuðning. Og ég vil beina þeirri spurningu til hv. fulltrúa þeirrar stéttar hér á Alþingi, hver framtíð þeir haldi, að liggi fyrir í þessu þjóðfélagi, ef fulltrúar þeirrar stéttar gangast fyrir því, að brotnar séu þær grundvallarreglur, sent viðurkenndar eru í öllum lýðfrjálsum löndum sem tryggasta stoð slíks þjóðskipulags.

Ég veit ekki, hver forlög þessu frv. eru búin hér hv. þd., en ég vil með allri alvöru beina þeirri áskorun til fulltrúa bændastéttarinnar innan Framsóknarflokksins, að þeir láti ekki hafa sig til þess að svara nokkrum dómum frá æðsta dómstóli landsins, er vakið hafa óánægju ofstopamanna flokksins, með því að lögfesta það, að leggja skuli niður réttinn. Ég skal að sjálfsögðu viðurkenna það, að enginn mannlegur dómstóll er með öllu óskeikull. Slíkar kröfur er ekki hægt að gera, en þær tvær kröfur á að gera til hvers dómstóls, að hann dæmi samkv. lögunum, og að dómendur dæmi eftir. bezta skilningi og einlægri samvizku. Svo miklar kröfur verður þjóðfél. að geta gert til síns æðsta dómstóls, en til þess verður hann að geta dæmt með óháðri aðstöðu gagnvart umboðsvaldinu og fullri rósemi samkv. sínum lagalegu skoðunum á malunum. En slík aðstaða er ekki fyrir hendi, ef dómararnir, þurfa að sitja með þá vitneskju, að þeir eigi það á hættu, að rétturinn verði niður lagður, ef dómar hans fara bága við óskir umboðsvaldsins.

Þeir dómarar eru ekki frjálsir sínu starfi, sem þurfa að vera hræddir um það að verða sviptir sínu starfi, ef þeir í vissum málum dæma samkv. sínum skilningi á lögunum og sinni samvizku.

Það eru ýms fleiri atriði þessu frv., sem horfa sömu átt um breyt. frá núgildandi löggjöf, þá að gera æðsta dómstól þjóðarinnar háðan umboðsvaldinu, en mónum augum er ekkert þeirra jafnhneykslanlegt og þetta ákvæði um að fella niður hinn æðsta rétt, en það mun gefast siðar við umr. svigrúm til þess að ræða þau ákvæði nánar, ef frv. verður samþ. til 2. umr. En ég vil endurtaka það, að ákvæðið um að afnema hæstarétt er forustuákvæðið. Það er það ákvæði, sem á að skapa það, sem dómararnir skuli verða framvegis hræddir við valdhafana, ef þeir eru þeim ekki þægir.

Það er auðvitað rétt, þegar slíkt frv. sem þetta kemur fyrir hv. þd., að athuga það, sem kann að álítast áfátt við hann dómstól, sem frv. ræðir um, frá því sjónarmiði, að löggjafarvaldinu er skylt að bæta úr því, sem áfátt kann að vera frá hendi þess eða framkvæmdarvaldsins. Því vil ég minnast á það, að nú um stund hefir hagað svo til, að í réttinum hafa ekki setið nema tveir reglulegir dómarar.

Þegar sú ákvörðun var tekin fyrir nokkrum árum að fækka dómurum hæstarétti úr 5 3, sýndist mörgum, að réttaröryggið landinu væri rýrt meira en góðu hófi gegndi, en þó að ágreiningur væri um þetta, þá var um það enginn ágreiningur, að færri en 3 mættu dómararnir ekki vera. þess vegna mun það almennt álítast óhæfa, að þessum rétti, sem á að vera sem óháðastur löggjafarvaldi og umboðsvaldi, sitji aðeins tveir fastir dómarar. Nú er mér sagt, að höfuðástæðan til þess, að ekki sé skipaður dómari hið auða sæti, muni vera sú, að hæfir menn fáist ekki þá stöðu, fyrir það, hve launin séu lág, þannig að þeir, sem hafa til þess manndóm og þekkingu að vera hæfir dómarar hæstarétti, sjái sér skaða því að taka það embætti; sé svo, að þetta sé rétt, má löggjafarvaldið ekki hjá sér leiða að ráða bót á. Því þó það hafi kannske verið verjandi að fækka dómurum réttarins á sínum tíma úr 5 niður í 3 af sparnaðarástæðum, er það óverjandi að láta dómarana búa við svo léleg kjör, að hæfir menn fáist ekki í réttinn þess vegna. Með frv. er engin bot ráðin á þessu atriði. En ef þetta er rétt, sem ég hygg, að muni vera, að rétturinn fáist ekki fullskipaður, af því að launaspursmálið stendur vegi, þá tel ég það algerlega óverjandi og óforsvaranlegt.

Ég ætla svo að lata nægja að sinni með það, sem ég hefi nú sagt; en ætla þó áður en ég sezt að lýsa yfir því, að ég ber svo mikið traust til ýmsra hv. þm. í stuðningsflokki stj., að ég treysti því, að þeir styðji ekki að því, að löggjafarvaldið verði notað til slíkra hermdarverka á virðulegustu stofnun ríkisins, sem þetta frv. stefnir að.