31.03.1932
Efri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 719 í C-deild Alþingistíðinda. (3699)

15. mál, fimmtardómur

Jakob Möller [óyfirl.]:

Ég skil vel, þó að hæstv. forseti sé tregur á að leyfa mönnum orðið undir þessum umr. (Forseti: það hefir engin tregða verið á því ennþá).

Hæstv. dómsmrh. sannar enn það, sem ég sagði áðan, að honum er einkar ólagið að fara rétt með. Hann sagði, að gerðabókardeila sú, er átti sér stað Nd. 1921, væri fordæmi fyrir því, sem hér er um að ræða nú. En svo er alls ekki. Sú bókun, sem þáv. þm. Ak. gekkst fyrir ásamt 4 öðum þm., á ekkert skylt við það, sem hér er farið fram á. Þá skrifuðu þingmennirnir sjálfir aths. gerðabókina, en hér er aðeins borin fram formleg ósk um það, að deildarskrifararnir færi mjög hógværa aths. inn gerðabókina, Hæstv. dómsmrh. blandar hér því öllu saman og færir allt til verri vegar, eins og hans er vani.