30.04.1932
Efri deild: 64. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 727 í C-deild Alþingistíðinda. (3715)

15. mál, fimmtardómur

Frsm. minni hl. (Pétur Magnússon):

Ég ætla ekki að svara hv. frsm. meiri hl. beinlínis, heldur munu aths. mínar koma fram í grg. þeirri, sem ég geri fyrir brtt. mínum. Það er rauninni ekki ánægjulegt starf að vera að lappa hér upp á lagafrv. um æðsta dómstól landsins, Sem allflestir skynbærir menn telja afturför frá núg. löggjöf. Það er fullljóst, að beinasta afleiðingin af slíkri skoðun væri sú, að leggja til, að frv. yrði fellt. Þótt ég telji eitt atriði til bóta þessu frv., sem sé ákvæðið um opinbera atkvgr. réttinum, væri hægt að ná því sama með örlítilli breyt. á núg. lögum.

Ég mundi alls ekki hafa lagt vinnu í að lappa upp á þetta frv. með brtt., ef ekki hefði staðið alveg sérstaklega á. Ég veit sem sé, að ofurkapp er nú lagt á það að koma málinu gegn á þessu þingi, og vel getur farið svo, að flokksfylgi stj. megi sín meira en góður málstaður andstæðinganna. En ég vona það lengstu lög, að hv. dm. ljái lið þeim brtt., sem þeir telja til bóta, hvaða flokki, sem þeir eru. Og mér skilst, að flokksfylginu ætti að vera fullnægt, ef frv. nær fram að ganga með óbreyttu nafni, þó sniðnir séu af því mestu vankantarnir.

Ég skal þá gera grein fyrir þeim brtt., sem ég flyt við frv. Þær eru á tveim þskj., 537 og 570. Brtt. á þskj. 537 flytjum við saman, hv. samnm. minn, 3. landsk., og ég, en að öðru leyti náðist ekki samkomulag n. um breyt. á frv.

Þessar brtt., sem ég flyt núna við frv., eru að mestu shlj. þeim brtt., sem ég flutti við það á vetrarþinginu 1931, og gerði ég þá allýtarlega grein fyrir þeim till.; get ég því að nokkru leyti látið nægja að vísa til þeirra umr. og skal reyna að vera ekki mjög langorður að þessu sinni.

Ég ætla þá að taka till. í sömu röð og þær koma við gr. frv. og byrja á fyrstu brtt. við nafnið á frv. Eftir frv. er skipt um nafn á æðsta dómstóli ríkisins og honum gefið nafnið fimmtardómur stað hæstiréttur. Mér er það nú fullljóst, að þetta er ekkert höfuðatriði málinu. Rétturinn er auðvitað jafnfær til að starfa, hvort sem hann heitir fimmtardómur eða hæstiréttur. Samt sem áður get ég ekki fellt mig við þessa breyt. Orðið hæstiréttur er orðið þjóðinni tamt um margar aldir, og það hefir þann mikla kost, að það segir rétt til um aðstöðu þessarar stofnunar — skilgreinir hana rétt. Það má e. t. v. segja, að það sé ekki alveg fornt mál, en þó er það komið fyrir svo löngu inn í tungu vora, að enginn hneykslast á því lengur. Og þess ber að gæta, að orðið réttur þessu sambandi er orðið svo fast málinu, að það er óhugsanlegt, að því verði útrýmt, enda hefir jafnvel höf. þessa frv. ekki séð sér fært að leggja út á þá braut, því að jafnvel þessu frv. er orðið notað sömu merkingu og tíðkazt hefir. Væri þó líklegt, að hann hefði haft vilja til að breyta því. Fimmtardómurinn forni var sem kunnugt er nokkurskonar sérdómstóll á þjóðveldistímanum, og sá dómstóll var allt annarskonar stofnun en hæstiréttur vor. Það var til þess dómstóls hægt að vísu sérstökum flokki mála og auk þess málum, sem ekki urðu útkljáð í fjórðungsdómum. Þar var það ekkert rangnefni. En hér er ætlazt til, að heitið sé notað allt annari merkingu en til forna, og þegar af þeirri ástæðu mun það, þó það verði lögboðið, aldrei festast við stofnunina. Ég minnist þess, að fyrir 20–30 árum var gerð tilraun til að taka upp hið forna embættisheiti lögmannanna og koma því yfir á malaflutningsmennina, sem þá voru kallaðir yfirdómslogmenn. Það var talsvert reynt til þess í nokkur ár að festa þetta nafn við stéttina, en það tókst ekki. Og af hverju? af því að það var fengið að láni frá annarskonar stofnun en þeirri, sem það átti að gilda fyrir nútímanum. Í annað sinn var það tekið upp sem embættisheiti dómarans Rvík. Þar átti það betur við. Lögmennirnir fyrrum voru sama og dómarar nú. Þar var heitið tekið upp, og nú talar enginn um bæjarfógetann í Rvík, heldur lögmanninn Rvík. Þar sem svo stendur á, að forn nöfn eiga við samskonar stofnun nútímans, er gott að taka þau upp, en hinu kann ég illa, að þau séu sett á annarskonar stofnanir en þær, sem þau upphaflega eru miðuð við. Annars vil ég benda á það þessu sambandi, að úr því ráðizt var þessa málhreinsun, þá tekur það sig dálítið skrítilega út að lögleiða, eins og gert er í 3. gr. frv., orðið synodalréttur; það er þó ekki betra mál en hæstiréttur. Ég held, að þessir málhreinsunarmenn ættu að leggja höfuðið betur í bleyti og gefa nafn þessum dómstóli líka.

Önnur brtt. á þskj. 570 er við 2. gr. frv. Upphaf hennar hljóðar svo frv.: „Hæstarétt skal leggja niður þegar fimmtardómur tekur til starfa“. Þessi málsliður legg ég til, að falli niður.

Það er öllum vitanlegt, hvernig þetta ákvæði er upphaflega komið inn frv.; það er komið það af því, að hæstv. dómsmrh. hafði hugsað sér, fyrst þegar hann kom með þetta frv. — það mun hafa verið 1930 —, að það væri raunverulega unnt að leggja hæstarétt niður með lagabreyt. En það mun hafa runnið upp fyrir honum, þegar á því þingi, eða a. m. k. fyrir flokksmönnum hans, að þetta væri ekki unnt, og munu þeir hafa horfið frá því þá þegar. En ég hygg, að þegar frv. kom aftur fyrir þingið 1931, hafi blátt áfram gleymzt að fella þetta niður, og að það því stæði þarna af vangá — eða a. m. k. gat ég þá ekki hugsað mér aðra ástæðu til þessa. Og þegar málið var rætt á þinginu 1931, var engin ástæða færð fyrir þessu ákvæði önnur en sú, að þetta væri bara orðalag, sem óþarft væri að leiðrétta. En raunin varð nú önnur, því það var gert að kappsmáli að halda þessu ákvæði. Þetta var rætt talsvert nú við 1. umr., svo ég skal ekki tala mikið um það nú. Hv. 1. landsk. gerði þá ýtarlega og skilmerkilega grein fyrir því, hver fjarstæða og óhæfa niðurlagning réttarins væri. Og ákvæðið var þá, við 1. umr., varið með því einu, að önnur ákvæði frv. sýndu, að það væri ekki tilætlunin að leggja réttinn niður, og það væri því saklaust að samþ. það. Þetta er líka augljóslega rétt, að önnur ákvæði frv., sérstaklega 64. gr., sýna það, að það er ekki tilætlunin að leggja réttinn niður, en þá stríðir líka samþykkt ákvæðisins á móti allri rökréttri hugsun.

Breyt. þær, sem gerðar eru á réttinum með frv., eru, eins og bent hefir verið á af' hv. frsm. meiri hl., aðalatriðum þessar: Það er bætt við 2 dómurum réttinn, í öllum málum, sem eru margbrotin, umfangsmikil, þýðingarmikil eða vandasöm; lítilsháttar breyt. gerð á dómsuppkvaðningum réttinum og lítilsháttar breytt skilyrðunum fyrir því, hvaða menn sé heimilt að skipa réttinn — fyrir utan nafnbreytinguna. Í raun og veru eru þetta minni breyt en gerðar voru á réttinum 1924, og kom þá ekki nokkrum manni til hugar að leggja hann niður, hvorki núv. hæstv. dómsmrh., sem þá átti sæti sem þm. hér hv. d., né heldur neinum öðrum. Ég vil síðustu lög trúa því, að fylgismenn hæstv. stj. hér d. láti bjóða sér það samþ. að leggja niður æðsta rétt landsins, með þeirri röksemdafærslu einni, að það sé áhættulaust að samþ. það af því, að það sé svo vitlaust, að það verði aldrei framkvæmt. Ég trúi því ekki, að greind einhverra þeirra sé ekki misboðið með þessu.

Næstu brtt. mínar, 3., 4., 5, og 6. brtt., get ég talað um allar einu. 5. og 6. brtt. eru bein afleiðing af 3. og 4. brtt. og milli þeirra er sama samband, svo að ég get talað um þær allar samtímis.

Í frv. því, sem hér liggur fyrir, er ráðgerð sú breyt. á æðsta dómstólnum, að í stað þess að bæta við hin föstu sæti í dóminum, skuli 2 aukadómarar taka þar sæti þeim málum, sem eru margbrotin, umfangsmikil, þýðingarmikil eða vandasöm, og á rétturinn sjálfur að skera úr því með atkvgr., hvort mál sé þess efnis, að kveðja skuli aukadómara. Þessu ákvæði legg ég til, að sé breytt þannig, að í réttinum eigi sæti á fastir dómarar, og að hann kjósi sér sjálfur forseta, eins og nú á sér stað. Ég viðurkenni þannig, að það sé stefnt rétta átt með þessu nýmæli, því móti því verður ekki mælt, að réttarörygginu sé betur borgið með því, að í æðsta dómstólnum sitji 5 menn en 3. Þetta er svo margrætt, að það er ekki ástæða til að fara að taka hér upp röksemdir fyrir því, enda held ég, að sé enginn ágreiningur í þessari hv. þd. um það. Aftur á móti álít ég, að sú leið, sem farin er frv., að kveðja kennara lagadeildar háskólans til setu réttinum, sé mjög varhugaverð, og skal ég með fáum orðum gera grein fyrir, á hverju það byggist. Það er þá fyrst og fremst það, að það verður að gera talsvert aðrar kröfur til hæfileika kennara en dómara, og þegar þessi 2 embætti eru veitt, verður að líta á hverju tilfelli hæfileika mannsins til að gegna hlutaðeigandi embætti, svo að það embætti, sem hann raunverulega er skipaður í, sé vel skipað. Að háskólanum veljast að jafnaði ungir menn, sem hafa lífið framundan sér, og jafnframt menn, sem hafa hæfileika til vísindaiðkana. þetta er heppilegt af því, að vísindamanni er það nauðsynlegt að hafa ærinn tíma fyrir sér, til að ná valdi á þeirri vísindagrein, sem hann leggur stund á, og, eigi hann broddi lífsins að vera vel hæfur vísindamaður, er það heppilegt og nauðsynlegt fyrir hann að byrja snemma að iðka sín vísindi. Auk þess er það vitanlegt um þá menn sérstaklega, sem hafa mikla tilhneiging til vísindaiðkana, að þeir komast það, sem kallað er út úr lífinu — þeir fylgjast ekki með því, sem gerist fyrir utan þeirra fræðigrein, af því þeir hafa ekki samskonar áhuga fyrir daglegum störfum lífinu eins og aðrir menn; þeir draga sig meira út úr lífinu og loka sig inni sinni fræðigrein. Nú er það vitanlegt, að þetta mega dómarar sízt af öllum mönnum gera. Þeim er það blátt áfram nauðsynlegt að fylgjast með á sem allra flestum sviðum þjóðlífsins, ekki sízt í atvinnumálunum og viðskiptalífinu, því að langflestir dómar, sem þeir þurfa að kveða upp, lúta einmitt að þessum greinum, og þeim fjölgar alltaf eftir því setu fjölbreytnin vex í þjóðlífinu. Það er því augljóst, að það koma talsverðir örðugleikar fram á því, að sami maður uppfylli bæði þessi skilyrði. Ég er ekki að halda því fram, að það geti ekki átt sér stað; það getur það auðvitað vel. Og enginn skilji orð mín svo, að ég sé að tala um það ástand, sem nú er, því mér er það vel ljóst, að þeir menn, sem nú eru kennarar við lagadeild háskólans, uppfylla bæði þessi skilyrði, þeir eru bæði góðir kennarar og hæfir dómara. En hættan er til staðar samt sem áður. En það vil ég fyrirhyggja eins og unnt er, að í æðsta dómstólinn veljist menn, sem ekki eru færir um það starf, sem ég álít þýðingarmeira en flest önnur störf þjóðfélaginu.

Ennfremur er á það að líta, að því er snertir kennara háskólans, að þeir eru embættismenn, sem gegna umboðsstörfum jöfnum höndum, svo að þegar þannig er litið á kennara lagadeildarinnar, þá er það ljóst, að þeir njóta ekki þeirrar sérstöku verndar stjskr., sem umboðsstarfslausir dómarar njóta, og verða þannig háðari umboðsvaldinu en heppilegt er um dómara í æðsta dómstóli landsins. Ég er sannfærður um það, að það er mjög óheppilegt að leggja út á þá braut að gera æðsta dómstólinn háðan umboðsvaldinu. Og ég er ekki einn um þá skoðun, því ég veit ekki betur en að öllum siðmenningarlöndum, a. m. k. þar, sem ekki er einræði, sé að því stefnt að gera dómstólana á allan hátt sem óháðasta umboðsvaldinu, og með tilliti til þess er nú sú skipun komin á í stjórnarskipunarlögum flestra landa, að æðstu dómararnir mega ekki gegna umboðsstörfum.

Í sambandi við þetta vil ég benda á, að þegar kennarar eru valdir til lagadeildar háskólans, eru umboðsvaldinu engin takmörk sett um það, hverja það má taka í þær stöður, og það liggur þannig opið fyrir hlutdrægan að velja þangað einhverja þá menn, sem hann síðar gæti haft fyrir vikapilta réttinum.

Einn mjög alvarlegur ókostur við það að hafa kennara lagadeildarinnar fyrir aukadómara réttinum, er hættan við það, að skortur verði á varadómurum. Reynslan hefir sýnt það, að það er oft þörf á varadómurum; m. a. geta valdið því veikindi, og þá eigi síður hitt, sem mun miklu oftar hafa valdið, að dómari vegna venzla við aðila eða af einhverjum slíkum ástæðum telji sig ekki hæfan til að sitja réttinum. Ef svona stendur á, ber kennurum lagadeildar eftir gildandi lögum að taka sæti aðaldómara. En ef þeir eru komnir inn réttinn sem aukadómarar, er ekki um þá að ræða, nema þá einn þeirra. En hvar þá á að leita varadómara, er mér ekki ljóst, og það verður ekki séð af frv., í hvaða embættismannaflokki á að leita varadómara. Hitt held ég, að allir hljóti að vera sammála um, að það sé mjög óheppilegt, ef stj., alveg án tillits til þess, hvort hún væri fyrir ofan eða neðan meðallag, ætti mjög mörgum tilfellum og á eigin hönd að kveðja dómara til að dæma einstökum málum æðsta dómstólnum. Það fyrirkomulag byði svo augljóslega upp á misnotkun, að það væri alls ekki við það unandi. Ráðh., sem hefði eða heldi sig hafa hagsmuni af ákveðnum málsúrslitum, gæti blátt áfram verið búinn að kynna sér, hvaða álit þeir menn hefðu á málinu, sem hann seinna ætti kost á að kveðja sem dómara réttinn. Ef því á að lögfesta þá tilhögun, sem hér er stungið upp á, álit ég, að þeim mönnum, sem það gera, sé skylt að finna einhverja aðra lausn á kvaðningu varadómara réttinn. þeim sé skylt að benda á einhvern flokk lögfræðinga, sem til þess séu fallnir að skipa réttinn sem varadómarar.

Einnig vil ég benda á það, að fyrirkomulag 5. gr. um það, hvenær aukadómarar skuli til kvaddir; er mjög viðsjárvert. Dómurinn á sjálfur að segja til um það með atkvgr., hvort kveðja skuli aukadómara, og liggur þá í augum uppi, að það getur valdið tortryggni og óánægju gegn dómstólum hjá öðrum aðilanum. sérstaklega þeim, sem tapar málinu, þegar ekkert er fastákveðið en, hvenær þetta skuli gert. En allt slíkt ber að forðast.

Þessi aðferð hefir verið rökstudd með því einu, að hún væri sparnaður. Hitt játa allir, að það væri miklu heppilegra, að allir dómararnir væru fastir dómarar. en þeir segja, sem mæla með þessu ákvæði frv., að þeir sjái sér ekki fært vegna kostnaðarmismunar að leggja til, að allir dómararnir verði fastir dómarar. Ég verð nú að segja, að þetta er ekki höfðinglega hugsað, því að kostnaðarmismunurinn verður sannarlega ekki mikill, eins og ég skal sýna.

Ég hefi átt tal við núv. forseta hæstaréttar, og hann hefir leyft mér að hafa það eftir sér, að eins og nú er, sé ekki of mikið í lagt að áætla 50 mál á ári, sem aukadómarar taki sæti í, og það mun ekki of mikið lagt að áætla, að hvor dómari fái 100 kr. fyrir hvert mál, og er þó ekki vel borgað, því hér yrði aðallega um stór mál að ræða, og það kostar ekki litla vinnu, þegar mál er umfangsmikið, að kynna sér það svo, að hægt sé að kveða upp dóm því. Kostnaðurinn við þetta yrði þá 10 þús. kr. á ári, eða meira en ein dómaralaun. Og þá eru það nú ekki nema tæplega ein dómaralaun, sem orðið er um að ræða. Og þegar svona væri komið, gæti það komið til mála að leggja niður ritaraembættið, og þó forseti réttarins telji nokkur vandkvæði á því, þá telur hann það þó ekki frágangssök, ef föstu dómurunum yrði fjölgað, og ef það verður gert, skal ég ljá því fylgi að leggja niður ritaraembættið. Og kostnaðarmismunurinn er þá orðinn algerlega hverfandi, því þá eru ekki eftir nema um 2 þús. kr. Og ef menn á annað borð líta á það sem aukið réttaröryggi að hafa alla dómarana fasta, þá hygg ég, að ekki sé til sú smásál, sem setji fyrir sig 2000–3000 kr. aukinn kostnað af því. Því svo verður líka þess að gæta þessu sambandi, að málafjöldinn fer vaxandi með ári hverju, eins og eðlilegt er, þar sem atvinnulífið landinu verður fjölbreyttara með hverju ári, en flest málin eru þaðan runnin. Það eru því líkur til, að eftir örfá ár verði kostnaðurinn meiri með þessu fyrirkomulagi en ef dómararnir væru allir gerðir fastir. Þegar þessa er gætt, og ef menn álíta, að réttarörygginu sé betur borgið með því að hafa alla dómarana fasta, þá trúi ég því ekki, fyrr en þá, að ég sé það við atkvgr. að brtt. mínar um þetta verði felldar.

Þá kemur næst 7. brtt. á þskj. 570; þessi brtt. er bein afleiðing af annari brtt. um að fella burtu niðurlagning réttarins. Ég þarf því ekkert um hana að ræða sérstaklega; hún er sjálfsögð, ef önnur brtt, verður samþ., en yrði auðvitað tekin aftur af mér, ef hin verður felld.

Þá er næst að minnast á brtt. 537, um að setja inn frv. ákvæði um dómarapróf shlj. þeim, sem nú eru hæstaréttarlögunum. Þessar brtt. eru fluttar af hv 3. landsk. og mér. Ég talaði svo mikið fyrir þessari brtt. á vetrarþinginu 1931, að ég ætla nú að hlífast við að þreyta hv. dm. á því að fara að endurtaka það, enda get ég búizt við, að hv. 3. landsk. minnist á það ákvæði. Ákvæðið er vitanlega sett í þeim tilgangi að fyrirbyggja það, að inn í réttinn komist menn, sem ekki hafa eitthvert visst lágmark dómgreindar eða þekkingar. Það er ætlazt til, að þeir, sem ganga inn réttinn, sýni með því að greiða fyrstir atkv. fjórum málum, þar sem a. m. k. eitt sé einkamal, að þeir séu hæfir til þess að taka sæti réttinum að áliti dómaranna. Það hefir verið fært fram sem rök gegn þessu ákvæði, að með því væri verið að viðhalda sjálfsköpun réttarins á þá leið, að dómurinn veldi sig sjálfur. En þetta er hin mesta fjarstæða, það er engum betur trúandi en dómurunum til þess að beita hlutleysi og réttsýni við að meta, hvernig prófraunin er leyst. Og mér er ekki kunnugt um það, að nokkurstaðar hafi borið á óánægju út af slíkum úrskurðum dómaranna eða ásökun um, að þeir hafi misbeitt valdi sínu með því að gefa út hlutdrægt álit um umsækjanda. Ég er sannfærður um það, að ákvæðið um dómaraprófið verður aldrei til þess að spilla vali á dómara, það verður aldrei til þess, að verr takist valið en ella. En einstaka tilfellum getur þetta ákvæði bjargað. Ég geri ekki ráð fyrir, að það verði nema undantekning, að dómarar felli frá prófi þann mann, sem framkvæmdarvaldið hefir valið, en ákvæðið er engu að síður aðhald fyrir framkvæmdarvaldið, og það er höfuðkostur þess.

Þá er næst brtt. 570,8, við 14., um að gr. falli burt. Í gr. er lagt til, að fastir dómarar fimmtardómi skuli þurfa sömu laun og hæstaréttardómrar nú hafa. Þessi líður brtt. er afleiðing af brtt. 570,2, og þarf ekki að fjölyrða um hann. Þó vil ég benda á það, að í 14. gr. er ákveðið að lækka laun dómsforseta um 1000 kr. Það álit ég varhugaverða ráðstöfun, enda munu fleiri líta svo á, að laun hæstaréttardómara sett yfirleitt of lág, þó ég hafi hinsvegar ekki séð mér fært á þessum tímum að flytja till. um að hækka þau.

Brtt. 570,9 er afleiðing af 2. lið á sama þskj., og þarf ekki um hana að tala frekar. Brtt. 537,2 er tekin aftur. Þessi liður slæddist inn fyrir misgáning, og hefir okkur flm. verið bent á, að um það efni eru ákvæði á öðrum stað í frv.

Með brtt. 570,10, við 21. gr. frv., er lagt til, að niðurlag gr. falli burt. orðin síðari málsgr.: „Sama gildir, ef dómsmálaráðherra æskir ákveðins sækjanda í opinberu máli“. Í þessu ákvæði felst sama viðleitnin og kemur fyrir víðar frv., að reyna að draga vald úr höndum dómaranna til umboðsvaldsins. Hér er að vísu ekki um stórt atriði að ræða, en þó vil ég fella ákvæðið niður. Umboðsvaldið er hér að fara út fyrir sinn verkahring. Það er dómsforsetinn, sem eðlilega er bezt til þess fallinn að skera úr um það, hvort málaflutningsmaður er heppilegur til að flytja opinbert mál, en ekki dómsmrh., sem enga aðstöðu hefir til að kynnast hæfileikum eða þekkingu málaflm. Og ég fæ ekki séð, hver nauður knýr til að blanda dómsmrh. inn þessa starfsemi. Tvennskonar ástæður gætu verið þess valdandi, að dómsmrh. gerði tilraun til að hafa áhrif á úrslit sakamála með vali málaflutningsmanns. Önnur væri sú, að honum væri sérstakt kappsmál að fá sakborning dómfelldan. Sjálfsagt gæti sú ósk verið réttmæt af „æðsta verði laga og réttar“. Hin ástæðan væri sú, að dómsmrh. óskaði að fá sýknudóm yfir ákærðan og veldi málaflutningsmann með þá ósk fyrir augum. Og þar kemur sýnilegu fram möguleiki fyrir misbeitingu. Ég fæ ekki betur séð en að ákæruvaldinu sé vel borgið með þeirri tilhögun, sem nú er í þessu efni, og að breytingin sé því að minnsta kosti ástæðulaus og jafnvel varasöm.

Næst er brtt. 537,3 við 24. gr., um það, hvenær málaflutningsmaður verði sviptur leyfi til malflutnings. Eftir orðalaginu á frv. „getur“ dómsmrh. svipt málaflm. þessu leyfi, ef fimmtardómur hefir þrisvar sektað hann fyrir ósæmilegan málflutning. Ég álit óheppilegt, að dómsmrh. sé falið úrslitavald þessu efni. Ef málaflutningsmaðurinn hefir brotið svo freklega af sér, að rétturinn álítur, að hann sé ófær til að gegna málflutningsstörfum, þá á að vera skylt að taka réttindin af honum. Dómstóllinn á sjálfur að vera betur dómbær um þetta en nokkur annar, og því sízt til bóta að fela örðum úrslitaákvæðið, hvort heldur það væri dómsmrh. eða annar.

Hv. frsm. sagði, að þar sem dómsmrh. hefði vald til að veita málflutningsréttindi, þá væri einnig eðlilegt, að hann mætti svipta málflutningsmanninn þeim rétti. Þetta er að vísu formlega rétt, en formlega er réttur ráðh. ekki heldur skertur, þó till. dómstólsins ráði um úrskurð ráðh.

Með brtt. 570,11 er lagt til, að 25., 66. og 27. gr. frv. falli niður. Gr. þessar mæla svo fyrir, að allir hæstaréttarmálaflm. skuli bindast sérstökum félagssamtökum og setja ýmsar reglur um tilhögun og starfssvið þess félagsskapar. Ég hygg, að eins og nú standa sakir, séu flestir eða allir starfandi málaflm. félagar í Málflutningsmannafélagi Íslands, sem starfað hefir full 20 ár og hefir flestu, er máli skiptir, hið sama hlutverk að inna og hinu nýja félagi hæstaréttarmálaflm. er ætlað. Ég sé því fyrst og fremst enga ástæðu til að lögbjóða félagsskap innan málflm.stéttarinnar. En jafnvel þó það væri talið nauðsynlegt, sýnist einsætt, að félagsskyldan ætti að ná til málaflm. við undirréttinn engu síður en hæstaréttarmálaflm. En ef svo væri gert, á ákvæðið ekki lengur heima lögum um æðsta dómstólinn, heldur lögum um malaflutningsmenn, ef sett yrðu. —- Þá get ég heldur ekki fellt mig við að setja félag hæstaréttarmálaflm. undir nokkurskonar yfirstjórn dómsmrh. — hver svo sem hann er. Mér er ekki kunnugt um, að hér á landi hafi málaflm. verið falin nein umboðsleg störf, sem gæfu ástæðu til þess, að þeir ættu að heyra undir umboðslegt eftirlit. Af opinberum málum fjalla þeir aðeins um dómsmálin, og ætti þess vegna að setja þá undir opinbert eftirlit, þá æti það eftirlit að vera hjá dómsforseta hæstaréttar, en ekki hjá dómsmrh. Dómsforsetinn ætti á allan hatt auðveldara með slíkt eftirlit, enda eðlilegra að fela honum það, vegna þess sambands og þeirrar samvinnu, sem ávallt hlýtur að vera milli dómstólsins og málaflm. Í öðrum löndum horfir víða allt öðruvísi við í þessu efni. Þar eru málaflutningsmönnum falin ýms umboðsleg störf. Annars býst ég við, ef brtt. mínar um þessi atriði verða felldar, að bera fram aðrar brtt. við þessar gr. frv.

Þá er næst brtt. 5327,4 við 35. gr. frv. Eftir núg. lögum er það lagt á vald dómsmrh. að veita leyfi til áfrýjunar, eins og gert er í þessari gr. Þetta ákvæði hefir staðið lögum lengi, ég held alla tíð frá því um 1800, og lögin jafnan verið framkvæmd þannig, að gegn tilteknu gjaldi hefir áfrýjunarleyfi verið veitt, hvenær sem óskað hefir verið, unz fullir 12 mán. eru liðnir frá dómsuppsögn. Þessi regla hefir verið alveg ófrávíkjanleg þangað til á síðastl. vetri. En þá skeði það í fyrsta sinn, að neitað var um áfrýjunarleyfi. enda þótt um það væri sótt löngu áður en 12 mán. voru liðnir frá dómsuppsögn í undirrétti. Að vísu átti hlut harðsnúinn pólitískur andstæðingur ráðh. og vitanlega var engin ástæða færð fyrir synjuninni, enda engin ástæða til: En slík tilhögun er með öllu ótæk. Menn verða að vita vissu sína um það, hve lengi þeir eiga kost á að skjóta málum sínum til æðri réttar. Og það er algerður misskilningur hjá hv. frsm., að annaðhvort vanræksla eða tilhneiging aðila til að draga mál á langinn þurfi að vera orsök þess, að hann 6 mán. eftir dómsuppsögn í undirrétti getur ekki tekið endanlega ákvörðun um áfrýjun dóms. Það geta verið margar gildar ástæður fyrir slíkum drætti, og skal ég nefna sem dæmi, að beðið sé eftir endanlegum dómsúrslitum samskonar máls eða að leita þurfi nýrra upplýsinga, áður en unnt sé að gera sér grein fyrir úrslitum máls. Það er og misskilningur, sem virtist koma fram hjá hv. frsm., að gagnaðili stæði varnarlaus gegn drætti á áfrýjun. Jafnaðarlega er það svo, að þar sem það skiptir hann máli að fá hröð málsúrslit, getur hann knúð fram ákvörðun um málskot með aðför. En sé þess ekki kostur, getur hann áfrýjað til staðfestingar á dómnum.

Ég fæ þannig ekki séð, að nein hætta sé að gera dómsmálastj. að skyldu að veita áfrýjunarleyfi 12 mán. frá dómsuppsögn, og framkvæmdinni er það engin breyting frá því, sem verið hefir hingað til.

Brtt. 570,15 er afleiðing af 2. lið á sama þskj., og er ekki sérstök ástæða til að ræða um þær. Sama er að segja um 16, li. og 18. lið á sama þskj. Þessir liðir eru sjálffallnir, ef 2. liður er felldur, en sjálfsagðir, ef hann er samþ.

Þá er eftir á þskj. 537 síðasti liðurinn, brtt. við 19. gr. frv., sem mælir svo fyrir, að kröfu um frávísun máls frá fimmtardómi skuli gera a. m. k. viku áður en það skal þingfesta. Eftir því sem þetta atriði hefir verið framkvæmt hæstarétti, hygg ég, að ákvæðið sé komið af vanga inn frv. Það er venjulega svo, að mál er þingfest sama mánuði og því er stefnt fyrir réttinn, en þá er oft og tíðum ekki komið nærri því, að málið sé tekið til flutnings, og kemur enda fyrir, að það er ekki tilbúinn málinu. Verður þá að sjálfsögðu að fresta því. En kröfu um frávísun er að sjálfsögðu eigi unnt að gera fyrr en málaflutningsmaður hefir kynnt sér málið til hlítar, og gagnslaust er að gera hana fyrr en dómarar hafa fengið ágrip dómsgerðanna. Frávísunarkrafan á því að miðast við hann dag, er málið skal sótt og varið réttinum, en ekki þingfestingardaginn.

Það var dálítið undarlegt, hve hv. frsm. lagi mikla áherzlu á, að engar hreyf. væru gerðar á frv. hér hv. d., af þeirri ástæðu, að hann óttaðist, að málinu yrði flækt á milli deildanna. Það sýnist ástæðulaus ótti, eins og frv. virtist eiga greiða götu gegnum hv. Nd.

Áður en ég sezt niður, vil ég víkja nokkrum orðum að brtt. hv. 3. landsk. á þskj. 591, er útbýtt hefir verið á þessum fundi. Þar er ákveðið, að veiting dómaraembættis sé tekin til ákvörðunar á sameiginlegum ráðherrafundi, og að forseti ráðuneytisins beri fram till. um veitingu dómaraembættis fyrir konung. Ég lít svo á, að þessi till. sé máske fullmikið sniðin eftir því ástandi, sem nú ríkir, og hefði undir öðrum kringumstæðum ekki verið borin fram. En ef hinsvegar fer svo, að till. um dómarapróf verða felldar, þá get ég verið þakklátur hv. þm. fyrir þessa till. Það ætti að vera nokkurt öryggi í því, að allir ráðherrarnir hefðu atkv. um veitinguna, þannig að minni hætta væri á stórfelldum mistökum veitingu dómaraembættanna. Get ég þess vegna lýst því yfir, að ég mun greiða þessari brtt. atkv. Sama er um síðari brtt. hv. þm., um að flýta gildistöku laganna.