31.03.1932
Neðri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 184 í D-deild Alþingistíðinda. (3827)

252. mál, niðurfærsla á útgjöldum ríkisins

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Eins og hv. flm. gat um, var nýlega samþ. í Ed. samskonar till. og þessi. Kom fram af hálfu stj.flokksins sú ósk, að kosin væri n., er þannig væri háttað, að þar ætti sæti einn fulltrúi hvers flokks. Ennfremur var þess óskað, að n. yrði síðar breytt í mþn., ef það þætti heppilegt í þinglokin. Till. var samþ., og er nú aðeins eftir að kjósa n.

Stj.flokkurinn vill aðeins láta kjósa eina n., og ég er þeirrar skoðunar, að svona n. komi aðallega að gagni sem mþn. 3 manna n. starfa fljótar og betur en 8 manna. Er það með n. eins og um það að verða samferða, að ekki verður fljótar gengið af mörgum en fáum. Sé ég því ekki ástæðu til að samþ. í þessari d. samskonar n.skipun og Ed. hefir þegar afgr. Flokkarnir allir hafa aðstöðu til að skipa hæfa menn í n. í Ed. og geta skipt um menn, ef n. verður breytt í mþn. Get ég ekki lagt til, að þessi till. verði samþ. Er það nóg að hafa fastan þingsins og eina n. í viðbót, sem aðallega er ætlað að vera mþn., en getur þó líka starfað um þingtímann. Ef því er haldið fram, að ekki nægi starf fjv.nefndanna og Ed.-n. og ef fara á að kjósa 4. n., þá má eins halda áfram og kjósa 5. n. og þá 6., þannig, að þingið hverfi allt yfir í tómar n. Held ég, að búið sé að gera þær ráðstafanir, sem hægt er að gera í þessu efni, og legg á móti till.