22.02.1932
Neðri deild: 7. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 905 í C-deild Alþingistíðinda. (3878)

16. mál, loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa

Magnús Guðmundsson:

Út af svari hæstv. ráðh. vil ég aðeins endurnýja beiðni mína til þeirrar n., sem frv. væntanlega lendir hjá, að hún kynni sér sem nákvæmlegast allt það, sem gerzt hefir í þessu máli til þessa, og þá einkum, hvað þessum eftirlitsmanni hefir ágengt orðið í sínu starfi. Ég verð að segja það eins og er, að ég trúi ekki orðum hæstv. dómsmrh. um þetta sem óbrigðulum sannleika fremur en í öðrum efnum, og fæ enda alls ekki skilið, að stj. fái meira ráðstafanavald í hendur með þessu frv. en hún nú þegar hefir að lögum.