15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1318 í C-deild Alþingistíðinda. (4486)

221. mál, útflutningsgjald

Flm. (Haraldur Guðmundsson):

Lögin um útflutningsgjald eru ekki látin ná yfir síld, fóðurmjöl, fóðurkökur og áburðarefni, þ. e. a. s. síld og það, sem úr henni er unnið. Um útflutningsgjald af þessum vörutegundum gilda sérstök lög. Efni frv. þessa er, að ákvæðin um útflutningsgjald nái einnig til þessara vara. Í öðru frv., sem er hér næst á eftir á dagskránni (um útflutningsgjald af síld o. fl.) er gert ráð fyrir, að það sérstaka gjald, sem á heim hvílir, verði fellt niður. Útflutningsgjaldið er nú með öllu og öllu, einnig tillaginu til ræktunarsjóðs o. s. frv., um 15/8% og verður því samkv. frv. þetta gjald lögfest á síld og síldarafurðum í stað þess sérstaka útflutningsgjalds, sem nú er lagt á þessar vörur og er svo hátt, að fjarri er öllum sanni.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð, en vildi mælast til, að frv. verði vísað til sjútvn. að lokinni þessari umr.