15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 926 í B-deild Alþingistíðinda. (482)

7. mál, lax- og silungsveiði

Bjarni Ásgeirsson:

Ég kemst ekki hjá því að bera sakir af landbn. Hæstv. forseti bar það á n., að hún lægi eins og ormur á gulli á þeim málum, sem til hennar hefir verið vísað þetta er ekki rétt! ég hygg að vísu, að landbn. hafi fengið fleiri stórmál til afgreiðslu á þessu þingi en nokkur n. önnur og hefir n. Þó þegar afgr. þau öll nema eitt, sem nú er unnið duglega að að afgreiða og mun koma innan skamms. Ég held mér sé því óhætt að segja, að ef allar n. þingsins hreinsuðu málin eins vel af höndum sér og landbn., mundu þm. ekki hafa ástæðu til að kvarta undan afgreiðslu mála hér í þinginu.