09.03.1932
Efri deild: 24. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1061 í B-deild Alþingistíðinda. (652)

9. mál, brúargerðir

Guðrún Lárusdóttir:

Þó að það séu að vísu smámunir, þá lít ég svo á, að fremur eigi að orða þetta með brúna á Grafará réttilega en ranglega. Grafará rennur hvergi svo nærri Hofsós, að hægt sé að kenna brúna við Hofsós, eins og gert er í frv., heldur við Grafarós, þar sem áin rennur til sjávar. Gæti ég og vel trúað, að Skagfirðingar kysu heldur, að farið væri rétt með þetta landfræðilega atriði í frv., þó að smámunir megi að vísu heita.